Sinfóníuhljómsveitar Íslands heldur tónleika í Íþróttamiðstöðinni á morgun og fimmtudag. Sveitin mætir með glæsilega dagskrá í farteskinu og heldur tvenna tónleika, annað kvöld fyrir almenning og skólatónleika á fimmtudaginn
.
Einleikari í hinum víðfræga fiðlukonserti Tsjajkovskíjs verður Sigrún Eðvaldsdóttir konsertmeistari SÍ, en hljómsveitarstjóri er Bjarni Frímann Bjarnason. Auk fiðlukonsertsins flytjur hljómsveitin slavneskan dans eftir Antonín Dvo�?ák, syrpu vinsælla laga eftir Eyjamanninn Oddgeir Kristjánsson, og sinfóníu nr. 4 eftir Ludwig van Beethoven.
Í för með Sinfóníuhljómsveitinni verður músin knáa, Maxímús Músíkús en sívinsælt ævintýrið um Maxa og hljómsveitina verður á dagskrá á skóla- og barnatónleikum Sinfóníunnar kl. 10:30 á morgun fimmtudag.