Liðin vika var frekar róleg hjá lögreglu. Skemmtanahald hlegarinnar gekk með ágætum og engin teljanleg útköll á öldurhús bæjarins. Eins og þegar hefur komið fram í fjölmiðlum var lögreglu tilkynnt um skemmdir á tjaldsvæðinu í Herjólfsdal en þarna hafði ökumaður jeppabifreiðar ekið um tjaldsvæðið og olli með því athæfi töluverðum skemmdum á því. Fljótlega bárust böndin að ungum manni sem við yfirheyrslu hjá lögreglu viðurkenndi verknaðinn.
Einn ökumaður var stöðvaður vegna gruns um ölvun við akstur bifreiðar sinnar. �?á liggja fyrir þrjár aðrar kærur vegna brota á umferðarlögum eftir vikuna.
Lögreglan hvetur ökumenn til að skafa hrím af rúðum bifreiða sinna áður en haldið er af stað til að koma í veg fyrir slys. Sekt fyrir að skafa ekki af rúðum bifreiða er kr. 5.000,-.