Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, gefur mörgum nýjum leikmönnum tækifæri í byrjunarliðinu gegn Noregi í fyrsta leik á Algarve mótinu í dag. Byrjunarliðið var birt í Fréttablaðinu í dag. Fotbolti.net greinir frá.
Glódís Perla Viggósdóttir, Sara Björk Gunnarsdóttir og Elísa Viðarsdóttir eru einu leikmennirnir sem voru oft í byrjunarliði í undankeppninni og byrja einnig í dag.
Meðal leikmanna sem fá tækifæri í dag er Sigríður Lára Garðarsdóttir miðjumaður ÍBV. Sigríður á einungis einn A-landsleik að baki. �?að var með U23 ára liði Íslands gegn Póllandi í fyrra en sá leikur var skráður sem A-landsleikur.
Thelma Björk Einarsdóttir úr Val spilar einnig í dag sinn fyrsta landsleik síðan árið 2012.
Leikurinn gegn Noregi hefst klukkan 18:30 í kvöld og er í beinni á R�?V2. Íslenska liðið mætir síðan Japan í næsta leik á föstudag.
Byrjunarlið Íslands
Sandra Sigurðardóttir
Thelma Björk Einarsdóttir
Glódís Perla Viggósdóttir
Arna Sif Ásgrímsdóttir
Elísa Viðarsdóttir
Sara Björk Gunnarsdóttir
Sigríður Lára Garðarsdóttir
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir
Elín Metta Jensen
Katrín Ásbjörnsdóttir
Sandra María Jessen