�?au eru í hressari kantinum Aleksandra Chlipala og Juan Camilio Roman Estrada sem funduðu með eldri bekkjum Grunnskólans og nemendum Framhaldsskólans og ræddu fordóma gagnvart innflytjendum í síðustu viku. Bæði eru búsett á Íslandi en hún kemur frá Póllandi og hann frá Kólombíu. �?að er Rauði kross Íslands sem stendur fyrir átakinu undir kjörorðunum, �??(V)ertu næs? �?? fjölbreytileiki og fordómar�??. Spurningin sé hvort það leynist fordómar gagnvart innflytjendum í okkar litla samfélagi? Höfum við undirbúið jarðveginn þannig að fjölbreytileikinn dafni og allir fái að njóta sín jafnt?
Í þessu átaki hvetur RKÍ landsmenn til þess að bera virðingu fyrir náunganum, sama hvaðan hann er upprunninn. �??Á Íslandi búa 330.000 manns og þar af eru um 10% af erlendum uppruna, eða um þrjátíu þúsund einstaklingar. Ljóst er að innflytjendum muni enn fara fjölgandi. �?að hefur borið á neikvæðri orðræðu í þeirra garð og að fólki sé mismunað eftir þjóðerni. �?að getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir samfélagið allt. Leitast er við að svara spurningum um þessi mál í fræðsluerindinu. �?etta er eitthvað sem kemur okkur öllum við og krefst þess að við lítum öll í eigin barm og athugum hvort við getum gert betur,�?? segir í kynningu RKÍ en fyrirlesarar á hans vegum hafa heimsótt um 70 skóla. Hafa fyrirlestrarnir mælst vel fyrir.
Finna til ábyrgðar sem innflytjendur
Juan hefur búið á Íslandi frá 11 ára aldri og er að ljúka meistaranámi í mannauðsstjórnun og trúarbragðafræði. Aleksandra kom til Íslands 2008 og hafði þá lokið námi í Kraká í sálfræði þar sem hún tók fyrir fjölmenningarsálfræði, íþróttasálfræði og vinnusálfræði og vinnur við mismunandi verkefni tengd fjölmenningu. Bæði tala þau góða íslensku.
�??�?að skiptir máli fyrir okkur öll að fræðast og læra af mistökum sem hafa verið gerð í öðrum löndum þar sem mismunun er til staðar,�?? segja þau í spjalli við blaðamann.
�??Af hverju fá innflytjendur ekki að nota þá menntun, þekkingu og reynslu sem þeir hafa þegar þeir koma til Íslands?�?? spyr Aleksandra. �??Sem innflytjandi finn ég til ábyrgðar en ég er líka óhræddur og finnst að ég geti verið brú fyrir þá sem hingað flytja inn í íslenskt samfélag,�?? segir Juan en bendir á að málið er langt í frá einfalt.
�??�?etta er flókið og það þarf að koma á tengslum milli fólks af ólíkum uppruna og læra af reynslu þess. Ákvarðanir dagsins í dag hafa áhrif næstu áratugi.�??
�?au ræddu um þann þrýsting og kröfu á innflytjendur að þeir tali íslensku og geri það vel. �??�?að þarf að eyða bæði orku og peningum í að kenna fólki sem hingað kemur íslensku. �?að er oft sem fólk reynir en þá hættir ykkur til að fara yfir í ensku sem er í raun mismunun,�?? segir Aleksandra.
�?au voru ánægð með viðtökurnar í skólunum og það vakti athygli þeirra hvað krakkarnir í fimmta og sjötta bekk Grunnskólans báru fram margar og góðar spurningar. �??�?að er svo gaman að sjá að yngri krakkarnir eru forvitnir en viðtökur allra voru mjög góð.�??
Aleksandra og Juan segja ekki nóg að þau mæti og tali við krakkana, meira þurfi til. �??�?g vil benda öllum að fara inn á You Tube þar sem er að finna myndir frá RKÍ um verkefnið, Verum næs. �?etta er efni sem hægt er að nota í fræðslu um stöðu innflytjenda hér á landi og leiðir til úrbóta.�??
�?au segja Íslendinga ætlast til þess af útlendingum að þeir hafi frumkvæðið í samskiptum við innfædda. �??�?að er ekki nóg að hafa hurð ef hún er ekki opnuð en það jákvæða er að í dag hafa margir Íslendingar reynslu af því að búa erlendis og vita hvernig það er að vera innflytjandi. Í þessum málum höfum við búið í hálfgerðri sápu-
kúlu en ekki lengur. Auðvitað er hér meira af útlendingum en við höfum áður þekkt en ferðmenn koma og fara. Innflytjendur koma hingað til dvalar og við verðum að taka þeim sem sjálfsögðum hlut. Stærsta áskorun okkar í dag er hvernig við nýtum okkur fjölbreytileikann. �?að mun skipta okkur mestu þegar fram í sækir,�?? sagði Juan.
�??�?etta er ekki bara spurning um tungumálið, það þarf fleira að koma til,�?? sagði Aleksandra. �??En hvert tungumál er brú sem við getum notað til að bindast böndum. Einn getur talað þrjú tungumál og deilir einu þeirra með öðrum sem svo getur myndað tengsl við þann þriðja sem kann önnur þrjú. Ofan á þetta getum við byggt,�?? sagði Juan að endingu.