Árið 1967 ákvað ég að ganga í hjónaband. �?að var að sjálfsögðu gert í samráði við hinn aðilann, konuna sem enn býr með mér, enda vorum við búin að þekkjast um nokkurt skeið og leist báðum þokkalega á.
Nú vildi hinn helmingurinn að sjálfsögðu láta vígsluna fara fram fyrir vestan, í hennar heimabyggð, nánar tiltekið í Dölunum og þótti mér það ekki tiltökumál í sjálfu sér þar sem framtíðarheimilið átti að vera í Vestmannaeyjum. Að auki hafði ég grun um að konuefnið vildi sýna Dalamönnum þetta glæsilega eintak sem hún hafði krækt sér í úti í Eyjum.
Ákveðið var að nýta páskafríið til þessa en eins og allir vita hafa kennarar stórum lengra og meira páskafrí en aðrar stéttir og þar sem við vorum bæði kennarar, nutum við þess.
Lagt var af stað með Herjólfi, þeim elsta, til Reykjavíkur að kvöldi föstudags fyrir pálmasunnudag. Búið var að skipuleggja helgina í Reykjavík, meðal annars átti að fara út að borða á Naustinu á laugardagskvöld og sitthvað fleira.
Tæpan sólarhring með Herjólfi
Ekki var spáin par góð að kvöldi brottfarar, spáði hvössum suðvestan. �?að kom líka í ljós að æði mikið valt skipið þegar komið var vestur fyrir Eyjar og með naumindum að unnt væri að halda sér í kojunni. Svona gekk það alla nóttina og varð víst mörgum um borð ekki svefnsamt. �?g var þó fljótur að festa blund og þegar ég vaknaði morguninn eftir og leit á klukkuna, virtist mér að við ættum að vera komin fyrir Garðskaga og vera á hægu lensi inn Faxaflóann áleiðis til Reykjavíkur. �?á var klukkan eitthvað um hálftíu.
�?etta reyndist hinn mesti misskilningur því þegar ég kom upp í borðsal og ætlaði að fá mér morgunkaffi, tjáði þernan mér að við héldum sjó úti undan Eyrarbakka og hefðum gert það alla nóttina. Ýmislegt var brotið og bramlað um borð og annar björgunarbáturinn hafði farið út í heilu lagi um nóttina þegar brot reið yfir skipið.
�?etta þóttu mér heldur váleg tíðindi og fór niður með fréttirnar. Heldur þótti konuefninu þetta vondar fréttir sem von var en einhvern veginn tókst okkur þó að þrauka af daginn. Kl. 19 að kvöldi laugardags komum við svo loks til Reykjavíkur. Ferðin frá Eyjum til Reykjavíkur, sem að öllu jöfnu tók um tólf tíma, hafði í þetta sinn staðið í 22 og hálfan tíma og það engin skemmtisigling.
Konuefnið brást heldur ókvæða við þegar ég fór að impra á því að borða á Naustinu og taldi sig ekki myndu geta haldið niðri nokkrum matarbita eftir þessi ósköp. �?að fór því svo að ekki var haldið á Naustið að sinni heldur beint heim til ættingjanna til næturvistar.
Iðulaus stórhríð alla páskana
Á mánudagsmorgni var svo haldið með Vestfjarðaleið áleiðis vestur í Dali. Sú ferð tókst með miklum ágætum og að áliðnum mánudegi var ég kominn í faðm tengdaforeldranna tilvonandi. Næstu dagar liðu án mikilla tíðinda við hirðingu á skepnum ásamt undirbúningi að væntanlegu brúðkaupi. Ákveðið var að það skyldi fara fram á páskadag í Hvammskirkju að viðstöddu stórmenni sveitarinnar. Allur veislundirbúningur var eins og best verður á kosið, meðal annars hafði verið fjárfest í hálfum kassa af hvoru, kampavíni og frönsku koníaki, ásamt dágóðum slatta af öðrum ómerkari veigum. �?á var matur ekki skorinn við nögl.
Á föstudaginn langa byrjaði að snjóa og þann dag og allan laugardaginn kyngdi niður þeim ósköpum af snjó að verðandi brúðguma leist ekki sem best á útlitið. Sveitamenn töldu þó lítil vandkvæði á að moka sig út og fara til kirkju á fjórhjóladrifnum farartækjum.
Svo rann páskadagur upp, ef hægt er að segja að hann hafi runnið upp, því allan daginn sást vart út úr augum vegna glórulausrar stórhríðar eins og hún verst getur orðið í Dölunum. Við tengdafeðgarnir áttum fullt í fangi með að komast í fjárhúsin til að gefa svo að nærri má geta hvort nokkrum hefur dottið í hug að reyna að brjótast til kirkju í slíku veðri. Enda var slíkt látið eiga sig og ákveðið að bíða næsta dags með hjónavígsluna.
Annar í páskum rann upp og enn var hríðin glórulaus fyrir utan og sýnt að ekkert yrði af brúðkaupi þann daginn í Dölum vestur. �?ar með var og útséð um að nokkurt brúðkaup myndi eiga sér stað að þessu sinni, slíkt yrði að bíða betri daga.
En brúðguminn verðandi og tengdafaðir hans töldu með öllu ótækt að sleppa öllum hátíðahöldum þótt svona hefði farið, heldur slógu tappa úr einni koníaksflöskunni og gott ef ekki fylgdi önnur á eftir.
�?egar hér var komið sögu fór verðandi brúðgumi að velta því fyrir sér hvort verið gæti að almættið væri eitthvað að taka í taumana og jafnvel að taka fram fyrir hendurnar á honum og öðrum. Fyrst var það ferðin með Herjólfi, sem jaðraði við að yrði þeirra síðasta sjóferð og síðan þetta. En fullreynt mun vera í þriðja sinn með flesta hluti þannig að ákveðið var að gera eina tilraun til viðbótar.
Mætt heima hjá séra Árelíusi
Á þriðjudag hafði rofað í lofti og var nú ekki um annað að ræða en búa sig til brottferðar úr Dölunum þótt ekki hefði ætlunarverkið tekist. Brúðarvendinum var kastað á öskuhaug enda blómin nokkuð tekin að sölna og sýnt að fjárfesta yrði í nýjum vendi ef á ný yrði blásið til brúðkaups.
Við fengum far suður með mági mínum tilvonandi. Sá galli var á því ferðalagi að miðstöðin í bílnum var biluð en grimmdarfrost á og var því ferðin heldur kaldsöm svo ekki sé meira sagt. Uppi á Kjalarnesi bað ég bílstjórann að stoppa, hljóp þar inn í sjoppu, hringdi á Hótel Borg og bað um herbergi. Stúlkan sem svaraði í símann, vildi vita hvort herbergið ætti að vera með baði eða ekki. �?g tjáði henni að það skipti ekki meginmáli, aðalatriðið væri að herbergið væri heitt og það vel heitt.
�?g held að mér hafi aldrei um dagana verið jafn svakalega kalt og þegar við römbuðum með töskurnar okkar inn á Hótel Borg þennan þriðjudagseftirmiðdag. En herbergið var vel hlýtt og eftir slatta af koníaki tók fólk gleði sína á ný.
�?arna sváfum við svo saman um nóttina í óvígðri sambúð og að sjálfsögðu fullri siðsemi enda sumir líkamspartar svo samanskroppnir af kulda að lítið hefði trúlega orðið úr nokkru þótt á hefði reynt.
Morguninn eftir, miðvikudaginn 29. mars, pöntuðum við okkur svo morgunverð í rúmið svona til að halda upp á afmælisdaginn hennar Katrínar, og þá fékk ég eina af þessum bráðsnjöllu hugmyndum mínum.
-Nú hringjum við í séra Árelíus og látum hann gifta okkur, sagði ég.
�?að kom hálfvegis á konuefnið.
-Eigum við ekki að vera mætt í fyrramálið að kenna heima í Vestmannaeyjum? spurði hún.
-Við reddum því, sagði ég. �?g hafði nefnilega um það lúmskan grun að kunningjar mínir myndu óspart hafa það í flimtingum ef maðurinn kæmi ókvæntur til baka úr brúðkaupsferðalaginu sínu.
Svo ég byrjaði á því að hringja í Eirík yfirkennara til að fá frí í einn dag vegna giftingar. �?að var auðsótt mál. Svo hringdi ég í séra Árelíus, minn gamla kennara, og það var líka auðsótt mál. Mæta heima hjá honum kl. sex um kvöldið með svaramenn og auðvitað brúðina líka.
Einhvern veginn tókst okkur að hóa saman fólki sem var reiðubúið til að taka ábyrgð á væntanlegu hjónabandi sem svaramenn, nýr brúðarvöndur var keyptur og stundvíslega kl. sex vorum við mætt heima hjá séra Árelíusi.
Mér varð hugsað til þess, í þann mund sem athöfnin var að hefjast, hvort eitthvað myndi nú koma upp á og hindra vígsluna. Meira að segja flaug mér í hug að hún Katrín væri alveg vís til þess að segja nei þegar hún væri spurð hvort hún vildi taka mig sem löglegan ektamaka.
En svo hófst athöfnin með sálmasöng og ræðu og allt hafðist þetta. Hún Katrín sagði já á réttu augnabliki og það gerði ég líka. �?ar með vorum við orðin lögleg fyrir guði og mönnum.
Við buðum svaramönnunum til veislu í Naustinu á eftir. Aldrei fór það svo í þessari ferð að ekki væri snætt á Naustinu. Meira að segja spilaði hljómsveitin brúðarmarsinn þegar við gengum í salinn. Svo var haldið upp á herbergi á Hótel Borg á eftir og skálað í kampavíni og koníaki eitthvað fram á nótt. �?á kvöddu svaramenn og brúðhjónin tóku á sig náðir.
�?vænt heimsókn
En ekki var allt búið enn. Morguninn eftir, líkast til um sjöleytið, rýkur hún Katrín upp með miklum látum, vekur eiginmann sinn með enn meiri látum og staðhæfir að ókunnur maður sé að sniglast inni í herberginu.
�?að var mikið rétt hjá henni. Í þann mund sem ég opnaði augun sá ég í afturhlutann á manni sem var að skjótast út um dyrnar að herberginu. �?eim sömu dyrum hafði greinilega gleymst að læsa kvöldið áður. Nú var nýorðinn brúðgumi ekki alveg í stakk búinn til að hlaupa fram á gang á eftir gestinum óboðna, eins og gefur að skilja eftir brúðkaupsnóttina; honum þótti réttara að tína einhverjar spjarir á kroppinn áður en farið væri fram. Og þá var gesturinn að sjálfsögðu farinn veg allrar veraldar.
Eftir lauslega könnun á eigum okkar kom í ljós að ekkert hafði horfið, meira að segja heilflaska af dýrindis frönsku koníaki var ósnert á borðinu. Hún Katrín sagðist hafa vaknað við það að maðurinn lyfti upp sænginni og var að kíkja á hana. �?t af fyrir sig fannst mér það vel skiljanlegt að maðurinn hefði áhuga á því að skoða hana klæðlausa, mér hefur sjálfum alltaf þótt það mjög skemmtilegt. En henni Katrínu þótti þetta ekki jafnskemmtilegt, hún hringdi niður í móttökuna og kærði þetta athæfi. Og Pétur hótelstjóri tók vel við sér. Eftir klukkutíma var gesturinn óboðni fundinn. Sá var strákpjakkur, lærlingur í eldhúsinu sem hafði víst áður orðið uppvís að einhverju svipuðu. �?g held að hann hafi verið rekinn fyrir vikið og það þótti mér nú svona í stífasta lagi, fyrir það eitt að kíkja aðeins á hana Katrínu.
Og þar með var ævintýrum þessarar brúðkaupsferðar lokið. Haldið var heim og þriðji brúðarvöndurinn keyptur til að hafa við brúðarmyndatökuna. �?egar ég í dag rifja þetta upp, held ég að ég gæti ekki hugsað mér að endurtaka þennan leik, þ.e.a.s. með öllum þeim hremmingum sem áttu sér stað áður en okkur tókst loks að komast í hnapphelduna. Kannski er það ein ástæða þess að við Katrín búum enn saman í vígðri sambúð, í dag miðvikudaginn 29. mars, á sjálfan afmælisdaginn hennar, nákvæmlega 50 árum eftir að þessir atburðir áttu sér stað.