�??�?g er fæddur og uppalinn í Eyjum og kem af þeirri kynslóð þar sem það skipti máli hvort maður sótti Hamarsskóla eða Barnaskóla,�?? segir Bjarni Geir Pétursson og bætir því við að Hamarskóli hafi klárlega verið betri. Bjarni Geir er fæddur árið 1986 en foreldrar hans eru þau Pétur Sævar Jóhannsson (Pétur í Geisla) og Vilborg �?órunn Stefánsdóttir.
Aðspurður segist Bjarni Geir eiga konu og tvo syni. �??Í dag er ég kvæntur Tinnu Hauksdóttur, einnig 86 módel Eyjapæja og erum við búin að vera í væmnu ástarsambandi síðan 2002, þrátt fyrir Barnaskólaferil hennar. Við eigum tvo hressa og uppátækjasama stráka, �?órir sem er að verða fimm ára og Pétur sem verður eins árs í sumar.�??
Rafmagnið lokkaði
Snemma var Bjarni Geir áhugasamur um allt sem tengdist rafmagni enda ekki langt að sækja þann áhuga. �??�?g byrjaði á því að taka Grunndeild rafiðnaðar í FÍV og plataði svo Tinnu með mér til Reykjavíkur þar sem ég kláraði Rafeindavirkjann í Iðnskólanum,�?? segir Bjarni Geir sem var ekki alveg tilbúinn að láta staðar numið.
�??Eftir Iðnskólann var það ekki beint stefnan að fara í meira nám en mér leið samt eins og ég var ekki búinn að læra nóg. �?g var orðinn nokkuð forvitinn um að fara út að læra eftir ansi sannfærandi háskólakynningu frá Danmörku þegar ég var í Iðnskólanum. �?að var svo eftir eina heimsókn til Árósar að við sannfærðumst um að Danmörk væri eitthvað fyrir okkur.�??
Líkaði vel í Álaborg
Hvernig er að búa í Álaborg? �??Frábært, ef það væru ekki Vestmannaeyjar þá væri það helst Álaborg. Hún er fjölskylduvæn �??smáborg�?? sem er nógu stór til þess að bjóða upp á allt sem skiptir máli en manni líður samt eins og maður sé í smábæ, sem sagt einkar hentugt fyrir fólk sem kemur af lítilli eyju. Leikskólinn er frír fyrir námsmenn og auðveldlega hægt að komast af án þess að eiga bíl. �?að er einnig gaman að segja frá því að þarna eru flestir barir miðað við höfðatölu, sem var fínt þegar við vorum barnlaus eða með pössun. Í heildina var tíminn í Álaborg svakalega spennandi, skemmtilegur og krefjandi,�?? segir Bjarni Geir.
Bæði í námi
Bæði Bjarni Geir og Tinna voru í námi við Álaborgarháskóla (AAU), Bjarni Geir í tölvu- og rafmagnsverkfræði en Tinna í ensku og sögu, með áherslu á kennslu. �??Námið var mjög krefjandi og spennandi. Námið var allt á dönsku því ég ætlaði mér ekki að vera �??þessi�?? sem flutti heim frá Danmörku en talaði ekki stakt orð í dönsku,�?? segir Bjarni Geir og heldur áfram.
�??�?að sem gerir AAU sérstakan er áherslan á að nemendur vinni saman við að leysa vandamál sem tengjast raunveruleikanum. Á hverri önn er unnið stórt verkefni samhliða fyrirlestrum og yfirleitt eru þetta verkefni sem eru unnin með hinum ýmsu fyrirtækjum í Danmörku. �?ll vekefni, stór sem smá, voru hópverkefni og var maður því neyddur til þess að vinna með allskonar, miserfiðum einstaklingum. �?arna er skólinn einfaldlega að undirbúa nemendur fyrir lífið eftir skólann. Lífið er jú, fullt af ólíku fólki sem maður kemur til með að vinna með,�?? segir Bjarni Geir.
Ekki auðveld ákvörðun
�??Eftir skólann var svo að hrökkva eða stökkva,�?? lýsir Bjarni stöðunni. �??Valið stóð á milli þess að koma sér fyrir í Danmörku eða láta reyna á drauminn okkar að búa í Eyjum. �?etta var ekki auðveld ákvörðun, enda mun praktískara að búa úti og t.d. eru kennarar með tæplega 50% hærri laun úti í Danmörku en á Íslandi.
Í okkar augum var enginn millileið og eins og ég hef oft sagt �??ég er búinn með að búa í Reykjavík�??. Eyjar hafði vinninginn því þar eru fjölskyldur okkar beggja. Okkur langaði að ala upp börnin okkar hérna enda var frábært að alast upp í Eyjum og ekkert toppar náttúruna hérna. �?að sem stóð þó mest upp úr í öllu ævintýrinu er að hafa prufað að flytja út og hafa sjálf þurft að koma undir okkur fótunum í öðru samfélagi, læra annað tungumál og fjölga mannkyninu á erlendri grund,�?? segir Bjarni Geir.
En hvar sérðu sjálfan þig eftir tíu ár? �??�?tli við séum nokkuð að fara héðan, enda er frábært að vera kominn aftur heim til Eyja. �?g þykist alla vega vera búinn að taka frá herbergi á Hraunbúðum eftir að ég vann þar seinast,�?? segir Bjarni Geir að lokum.