Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Hörpu í í gærkvöld en þar voru veitt á þriðja tug verðlauna fyrir það sem þótti skara fram úr í íslenskri tónlistarsenu á árinu 2016 en þar fór mest fyrir rapparanum Emmsjé Gauta sem hlaut hvorki meira né minna en fimm viðurkenningar. Platan Floating Harmonies eftir Eyjamanninn Júníus Meyvant var valinn plata ársins í flokki popptónlistar en hún sló eftirminnilega í gegn á liðnu ári en fjölmörg laganna rötuðu ofarlega á lista hjá flestum útvarpsstöðvum landsins. Júníus lokaði síðan kvöldinu í Hörpu, ásamt hljómsveit sinni, með laginu Neon Experience og gerði það með glæsibrag.