Íslandsmót í kata fór fram í dag í Reykjavík. Góð þáttaka var á mótinu og keppni var jöfn og skemmtileg. Arnar Júlíusson átti ágætan dag og vann til bronsverðlauna þrátt fyrir að finna fyrir einhverjum slappleika líklega vegna flensu. Ljóst er að Arnar er að stimpla sig inn sem einn af efnilegustu kata keppendum landsins. Glæsilegur árangur hjá Arnari.