Eyja­menn höfðu betur gegn Aft­ur­eld­ingu í Mos­fells­bæ í dag þegar liðin mætt­ust í 21. um­ferð Olís-deildar karla . ÍBV sigraði leikinn 31:24 eft­ir að hafa verið yfir 17:14 í hálfleik. Theodór Sigurbjörnsson átti stórleik og skoraði 12 mörk. Með sigrinum hafði ÍBV sætaskipti við Aftureldingu en liðin eru jöfn að stigum í þriðja og fjórða sæti með 25 stig.