Hlyn­ur Andrésson hljóp á tím­an­um 8:29 mín­út­um þegar hann keppti í undanriðli í 3000 m hlaupi karla á EM í frjálsum íþróttum á föstudaginn. Hlynur var tölu­vert langt frá Íslands­meti Kára Steins Karls­son­ar sem er 8:10,94 mín­út­ur. Hlyn­ur bætti það raun­ar á dög­un­um þegar hann hljóp á tím­an­um 8:06,69 mín­út­um, en það fæst ekki full­kom­lega gilt sem Íslands­met vegna stærðar­inn­ar á braut­inni. Mbl.is greindi frá.
Fyrstu fjór­ir kepp­end­urn­ir í hvor­um riðli fyr­ir sig komust beint í úr­slit, auk þeirra fjög­urra sem voru með besta tím­ann þar á eft­ir. Hlyn­ur var skráður inn í mótið sem einn fjög­urra kepp­enda sem ekki hafa hlaupið und­ir 8 mín­út­um.