Síðustu daga hefur Elliði Vignisson bæjarstjóri haldið fólki vel upplýstu um gang mála í Landeyjahöfn í gegnum facebook síðu sína en belgíska dæluskiptið Gallilei 1000 hefur verið við störf síðan á mánudaginn í síðustu viku. Hér fyrir neðan er nýjasta færsla Elliða um.
Landeyjahöfn mánudagur 6. mars
Dýpkun á föstudaginn gekk vel sem og stóra kafla af helginni. Á laugardaginn var tekin mæling (sjá meðfylgjandi) og eins og sjá má er nánast alveg fullu dýpi náð.
�?að sem stóð út af borðinu á laugardaginn, þegar mæling var gerð, var örlítill tangi við innrigarðinn sem er þó ekki meiri en svo að dýpi þar var meira en 4,5 m. (sjá mynd af mælingunni frá því á laugardaginn).
Áhöfnin á Galilei hélt síðan áfram að dýpka �??með hléum þó- þar til í gærkvöldi. �?að kom mörgum á óvart á laugardaginn þegar Galielei kom inn og sem fyrr byrjuðu sögurnar að Eyjamanna sið. Áhöfnin í helgar fríi, brotið skrúfublað og hverskonar bull. Hið sanna er að skipstjórinn á Galilei fékk svo kallað �??Gale Warning�?? á VHF stöðina þar sem varað var við slæmum aðstæðum. Hann hélt því í höfn. Skömmu síðar kom í ljós að ekki var innistæða fyrir viðvöruninni og hann hélt því til verks á ný.
�?rátt fyrir allar bullusögurnar þá eru allir að gera allt sem hægt er til að opna höfnina sem fyrst. �?ess vegna er hreinlega ekki loku fyrir það skotið að dýpi sé orðið nægilega gott til að brátt verði hægt sé að hefja siglingar og svo vel vill nú til að eins langt að spár ná verður ölduhæð innan þeirra 2,5 metra sem núverandi Herjólfur ræður við (sjá mynd af spá). Vonandi verður mælt við innrihöfnina núna fyrirhádegi og vonandi kemur í ljós að dýpi þar sé einnig orðið nægt. [leiðrétt – ekki er talin ástæða til að mæla fyrir hádegi]
�?að gæti því verið verulega stutt í að vordraumur okkar Eyjamanna rætist áður en langt um líður og siglingar um Landeyjahöfn hefjist að nýju með öllum þeim lífsgæðum og tækifærum sem því fylgir.
Eftir því sem liðið hefur á daginn hafa betri upplýsingar borist. Mat þeirra sem að dýpkun standa er að enn sé mjög lítið sem vantar uppá til að hægt sé að hefja óskertar siglingar án tilllits til sjávarstöðu. �?að sem helst stendur út af borðinu er bingur í norð �?? austur hluta innrihafnarinnar. Sem sagt hluti af snúningssvæði skipsins. Hann myndi eðli málsins samkvæmt valda skipinu sérstökum vanda ef vindur er mikill og þá helst á fjöru.
Ekki er um mikið magn að ræða og þegar aðstæður skapast ætti að vera fljótlegt að sækja þetta. Gallinn á gjöf Njarðar er þó sá að til þess að hægt sé að vinna við dýpkun með dýpkunarskipi þá þarf ölduhæð að vera innan við 2 metrar, vindur undir 10m og öldulengd innan ákveðinna viðmiða. Slíkar aðstæður eiga samkvæmt spá að skapast eftir hádegi á morgun, þriðjudag. Síðan þarf mælingu og svo ákvörðun um hvort hlutirnir séu orðnir ásættanlegir
Margir hafa spurt út í afhverju dýpkunarskipið sé svona viðkvæmt fyrir ölduhæð. �?g spurðist fyrir um það og fékk þau svör að þegar verið er að losa sandinn úr því þá í raun opnast það alveg og á meðan er það einstaklega viðkvæmt fyrir öldu og lítið má út af bregða ef ekki á illa að fara.
Margir spyrja einnig þeirrar einföldu spurningar �??Hvenær byrjar Herjólfur að sigla í Landeyjahöfn�??. �?g hef reynt að fá svör við því. �?rátt fyrir ríka eftirgangssemi hefur mér ekki tekist að fá neinn sem vel þekkir til, til þess að segja mér hvenær það gerist. Ástæðan er einföld, menn hreinlega vita það ekki. Einn sem ég ræddi við svaraði þó því að besta �??gisk�?? væri að ef allt gengur eftir gætu siglingar í Landeyjahöfn ef til vill hafist fyrir næstu helgi, jafnvel á fimmtudag. �?ótt auðvitað sé hér eingöngu um gisk að ræða þá væri það óneitanlega frábært ef það gengi eftir.
(�?g bið ég fólk um að sýna því skilning að með þessum skrifum er ég ekki að gefa í skyn að ég eða aðrir bæjarfulltrúar stjórnum þessum málum. Hér er bara verið að reyna að miðla upplýsingum)