Eins og fram hefur komið í Eyjafréttum var Vestmannaeyjahlaupið valið götuhlaup ársins 2016 af hlaup.is. Hlauparinn knái Kári Steinn Karlsson tók við viðurkenningunni fyrir hönd hlaupsins en hann hefur tekið þátt í öllum Vestmannaeyjahlaupum frá upphafi. Í meðfylgjandi viðtali við hlaup.is talar hann m.a. góða stemningu og náttúrufegurð.