Í samtali við Eyjafréttir staðfestir �?röstur Johnsen, hótelstjóri Hótel Eyja, að nýir aðilar muni nú taka við rekstri hótelsins. �?röstur kveðst fara sáttur frá borði og segir kominn tími á breytingar en hann hefur verið í ferðamannabransanum í um 45 ár.
�??�?að er bara kominn tími á breytingu, það má eiginleg segja það. �?etta er búið að vera skemmtilegur tími og maður búinn að ná ágætis áfanga en við ætluðum okkur ekki að fara fram yfir 20 árin. Hótelið er í góðum balance og þar af leiðandi gott fyrir nýjan aðila að taka við. �?að er að koma inn fólk sem að ég veit að er að fara að gera góða hluti. �?etta er samt svolítið skrítið, ég hef verið í ferðamannabransanum í 45 ár núna, en það eiga eftir að koma önnur verkefni. Samstarf hefur verið gott á milli allra aðila í gistiþjónustu í Eyjum og sé ég fram á að það haldi áfram með nýjum aðilum,�?? segir �?röstur að lokum.