Íslensku tónlistarverðlaunin voru afhent í Hörpu á fimmtudaginn en þar voru veitt á þriðja tug verðlauna fyrir það sem þótti skara fram úr í íslenskri tónlistarsenu á árinu 2016 en þar fór mest fyrir rapparanum Emmsjé Gauta sem hlaut hvorki meira né minna en fimm viðurkenningar.
Platan Floating Harmonies eftir Eyjamanninn Júníus Meyvant var valinn plata ársins í flokki popptónlistar en hún sló eftirminnilega í gegn á liðnu ári og fjölmörg laganna rötuðu ofarlega á lista hjá flestum útvarpsstöðvum landsins. Júníus lokaði síðan kvöldinu í Hörpu, ásamt hljómsveit sinni, með laginu Neon Experience og gerði það með glæsibrag. Unnar Gísli, eins og hans rétta nafn er, var að vonum ánægður með verðlaunin þó honum finnist undarlegt að veita verðlaun fyrir eins huglæg fyrirbæri og list er. Framundan hjá Unnari og hljómsveit hans eru síðan tónleikaferðalög erlendis og drög að nýrri plötu.
�??Mér líður frekar skringilega,�?? segir Unnar aðspurður út í verðlaunin. �??�?g verð alltaf frekar kjánalegur þegar ég fæ hrós og viðurkenningu. Verðlaun fyrir list er undarlegt fyrirbæri. �?etta er allt spurning um smekk. �?etta er eins og að spyrja hvort smakkast betur humar eða nautakjöt? �?g átti ekki von á að vinna neitt. Enn auðvitað var ég glaður. þetta voru allt mjög góðar plötur með frábærum listamönnum. En ég var kallaður upp. Reyndar mun allt svona verðlauna dót hjálpa manni í hæpinu.�??
Eins og fyrr segir er á dagskránni að spila erlendis en það er alltaf flókið að ferðast með heila hljómsveit, hvað þá á milli heimsálfa. �??Við ætlum að túra smá um Evrópu og vonandi til Bandaríkjanna í vor og sumar, allt er þetta spurning um vinnuvísa leyfi. �?ar á milli er ég á fullu að vinna í nýrri plötu,�?? segir Unnar sem segir von á nýju efni strax í upphafi næsta árs. �??�?g stefni á byrjun næsta árs en reyndar koma tvö ný lög út frá mér á næstu tveimur mánuðum.�??