Íslandsmóti skákfélaga 2016-2017 lauk um síðustu helgi í Rimaskóla í Reykjavík, en fyrrihluti mótsins fór fram í byrjun óktóber 2016. Keppendur sem komu að mótinu voru 300-350 talsins frá 5-84 ára og komu af höfuðborgarsvæðinu og víðsvegar af landinu .
Telft var í fjórum deildum og voru sjö umferðir nema í efstu deild voru 9 umferðir. Taflfélag Vestmannaeyja dró sig út úr efstu deild vorið 2015 vegna mikils kostnaðar, en félagið var ma. með erlenda stórmeistara á sínum snærum.
TV hélt áfram í 4. deild en fjórtán lið voru í deildinni og komust þrjú efstu liðin upp í 3. deild. Sveit Taflfélags Vestmannaeyja varð í 2. �?? 3. sæti ásamt Skákfélagi Sauðárkróks voru liðin jöfn með 11 stig af 14 mögulegum.
B- sveit Víkingaklúbbsins varð efst með 14 stig eða fullt hús. TV vann í fimm skipti , gerði 3 – 3 jafntefli við Sauðárkrók og tapaði 2 – 4 á móti Víkingaklúbbnum, en teflt var á sex borðum í hverri umferð.
Bestum árangri í liði TV náðu Lúðvík Bergvinsson sem var með fullt hús í fjórum skákum, Alexander Gautason, 5,5 af 6, Kristófer Gautason 4,5 af 5 og �?gir Páll Friðbertsson 2,5 af 3 mögulegum.
Alls komu 12 skákmenn frá TV við sögu á Islandsmótinu að þessu sinni.
TV hyggst verða með tvær sveitir á Íslandsmóti skákfélaga 2017 til 2018, í 3. deild og 4. deild og munu um 20 keppendur koma að því verkefni að sögn Arnars Sigurmundssonar formanns Taflfélags Vestmannaeyja. Jafnframt lýsti hann ánægju með árangurinn á mótinu en hann og Karl Gauti Hjaltason voru liðstjórar TV.