Loðnuskipin streyma út og inn og mikið er að gera í landi við vinnslu loðnunnar þar sem unnið er á vöktum í hrognatöku og frágangi þeirra. Mikið magn af loðnu er á ferðinni og er helsta vandamálið að bátarnir eru að fá of stór kost og sprengja næturnar.
�??�?að er unnið allan sólarhringinn á vöktum í bræðslunni og frystihúsinu. Við erum búnir að veiða um 23.000 tonn, þannig að um 15.000 tonn eru óveidd. Nú er hrognataka og stefnum við á að nota það sem eftir er kvótans í þá vinnslu hér í Eyjum,�?? sagði Eyþór Harðarson, útgerðarstjóri Ísfélagsins.
�??Við erum búnir að veiða rúm 14.000 tonn þannig að það eru í kringum 6000 tonn eftir hjá okkur. �?að hefur verið unnið á stanslausum vöktum í hrognatöku síðan á miðvikudagsmorgun, 1. mars, og ekkert útlit fyrir að það breytist mikið næstu daga. Veiðin góð og vinnslan gengur vel,�?? sagði Sindri Viðarsson, vinnslustjóri hjá Vinnslustöðinni.
Flotinn er nú við veiðar út af Breiðafirði.