�?ær Harpa Valey Gylfadóttir, Linda Björk Brynjarsdóttir og Clara Sigurðardóttir, leikmenn ÍBV í knattspyrnu, hafa verið valdar á æfingar í úrtakshóp U-16 landsliðs Íslands sem fara fram 17.-19. mars næstkomandi. Um er að ræða 30 manna hóp og fara æfingar fram undir stjórn þjálfarans Dean Martin en hann er fyrrverandi leikmaður og aðstoðarþjálfari karlaliðs ÍBV.