Eyjamenn mæta FH í stóra salnum í Íþróttamiðstöðinni klukkan 18.30 í kvöld og má búast við hörkuslag í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni. Að loknum 21 umferð er FH í 3. sæti með 28 stig og Eyjamenn með 25 í fjórða sæti. Eyjamenn eiga harma að hefna frá í haust eftir magalendingu gegn frísku liði FH eftir að hafa verið yfir í hálfleik.
�?að hefur verið góður skriður á ÍBV eftir áramót og unnu þeir Gróttu og Aftureldingu í tveimur síðustu leikjunum. Um þá segir Magnús Stefánsson, fyrirliði ÍBV í Eyjafréttum í gær: �??Mér fannst við vera hrikalega flottir í báðum þessum leikjum. Við erum að fá inn menn eins og Begga, Robba og Agga til baka úr meiðslum og þeir eru óðum að komast í rétta gírinn sem og markmennirnir okkar, þeir eru að hitna og eru farnir að skella í lás. Í raun og veru var enginn svakalegur munur á þessum tveimur leikjum. Góði kaflinn okkar er alltaf að lengjast og hann hélt áfram að gera það gegn Aftureldingu, ætli það sé ekki stærsti munurinn.�?? �?ið eruð taplausir eftir áramót með fjóra sigra og eitt jafntefli. Er nokkuð sem bendir til þess að þið séuð að fara að gefa eftir? �??�?etta hefur farið vel af stað fyrir okkur núna eftir áramót og það er mikill stígandi í leik okkar. Menn eflast með hverjum leiknum svo það er bara spennandi að sjá hvað gerist næstu vikurnar,�?? segir Magnús að lokum.