�??�?tli fólk almennt geri sér grein fyrir því að á einu ári hefur kostnaður ríkisins við nýja Vestmannaeyjaferju lækkað um 742,3 milljónir vegna þróunar gengis. Væri ekki kjörið að nota þennan sparnað til að bæta þjónustu, lækka gjöld á farþega og jafnvel að styrkja flug til Eyja?,�?? spyr Elliði Vignisson, bæjarstjóri á FB-síðu sinni.
Og bætir við: �??�?essum fjárhæðum átti jú að verja til að bæta samgöngur við Vestmannaeyjar.�??
Níu af tíu þingmönnum Suðurkjördæmis eru á leið til Vestmannaeyja og fundar með bæjarstjórn í dag þannig að kjörið er fyrir Elliðia að bera þetta undir þá.