Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Vestmannaeyjum í síðustu viku voru endapunkturinn í tónleikaröðinni Landshorna á milli. Áður hafði sveitin spilað á Ísafirði, Akureyri og á Egilsstöðum og alls staðar verið vel tekið. Hér var vertíð á fullu og eftirvænting um mætingu var nokkur en Eyjamenn sýna að þeir kunna að meta góða gesti og fjölmenntu í Íþróttamiðstöðina. Ekki var verið að flækja hlutina, hljómsveitin sat á stólum á gólfi íþróttasalarins og um 300 gestir létu sér nægja pallana og var aðsóknin eins og á góðan handboltaleik.
Ekki ætla ég að tuða út í tæknivæðingu síðustu ára og áratuga og allar þær gáttir sem opnast hafa fólki á alnetinu. En einn kost hafði það að alast upp við aðeins eina útvarpsstöð, Ríkisútvarpið þó að maður sæti uppi með tónlist af öllu tagi hvort sem manni líkaði betur eða ver. Ekki var það vinsælt hjá ungmennum þessarar þjóðar að þurfa að hlusta á sinfóníugargið, djassinn og að maður tali nú ekki um íslenska tónlist sem var það allra hallærislegasta.
En einhvern veginn síaðist þetta inn og með árunum þekkti maður mörg verk gömlu snillinganna og líkaði bara ágætlega. �?að fann maður strax í Slavenskum dansi Antonín Dvoráks sem var fyrsta verkið á efnisskrá sveitarinnar sem Bjarni Frímann Bjarnason, stjórnaði af röggsemi. �?arna var komið eitt af verkunum sem skilaði sér í gegnum lampatækin gömlu og góðu.
Næst tók við syrpa, já hver man ekki syrpunum gömlu góðu í útvarpinu. Nú var það syrpa með lögum eftir Oddgeir Kristjánsson í bráðskemmtilegri útsetningu Magnúsar Ingimarssonar frá árinu 1970. �?að var stórsveitarbragur á flutningnum sem gerði þetta enn skemmtilegra og viðtökur Eyjamanna létu ekki á sér standa. Fögnuðu sínum manni og frábærum flutningi með dynjandi lófaklappi og húrrahrópum.
Sigrún Eðvaldsdóttir er ekki kona einhöm. �?að sýndi hún í Fiðlukonsert Pjotr Tsjajkovskíjs þar sem fiðlan skal tekin til kostanna til að ná fram öllum þeim rússneska tilfinningabunka sem Tsjajkovskíj hefur sett í þennan fiðlukonsert sinn. Aldeilis frábært hjá bæði einleikara og hljómsveit og aftur hvað við mikið lófaklapp og húrrahróp.
Eftir hlé var það sjálfur Ludwig van Beethoven sem var viðfangsefnið, fjórða sinfónían sem er meðal hans þekktustu verka. Nú ætla ég ekki að gefa mig út sem einhvern sérfræðing í Beethoven eða tónlist yfirleitt en tilfinning var góð og leikur sveitarinnar frábær. Og enn og aftur var mikið klappað og lengi og krafa um uppklappslag. �?að var svo sannarlega til, Sprengisandur Kaldalóns í fjörugri og skemmtilegri útsetningu þar sem tónlistarfólkið brá á leik.
Elliði Vignisson, bæjarstjóri talaði örugglega fyrir munn flestra sem þarna voru mættir þegar hann þakkaði hljómsveitinni heimsóknina og flutninginn og færði Kristínu �?rnu Einarsdóttur ljósmynd sem þakklætisvott frá Eyjamönnum.
Já, enn og aftur sannaðist að Vestmannaeyingar kunna að meta góðar heimsóknir og sýna þakklætið í verki.
Stóri salur Íþróttamiðstöðvarinnar eru ekki hannaður til tónleikahalds og örugglega hljómar sveitin betur í Hörpunni en það verður ekki alltaf á allt kosið.