Eyjamenn kjöldrógu FH-inga þegar liðin mættust í Olís-deild karla rétt í þessu, lokastaða 30:21. Theodór Sigurbjörnsson skoraði átta mörk en maður leiksins var án efa Stephen Nielsen en hann varði hvorki meira né minna en 24 skot.
ÍBV er nú með 27 stig í þriðja sæti deild­ar­inn­ar, einu mina en FH sem er í öðru sæt­inu. Hauk­ar eru hins vegar á toppnum með 30 stig.
Hægt er að sjá myndir frá leiknum hér.