ÍBV og Valur mættust um helgina í Olís-deild kvenna þar sem lokatölur voru 24:20 Eyjakonum í vil. Mikið var undir í leiknum þar sem bæði lið eru í baráttunni um að komast í úrslitakeppnina. Eftir umferðina er ÍBV í fjórða sæti, með einu stigi meira en Valur. Markahæst í liði ÍBV í dag var Ester �?skarsdóttir en hún skoraði átta mörk. Næst á eftir kom Sandra Erlingsdóttir með sex mörk, þar af fjögur úr vítum. Erla Rós Sigmarsdóttir, markvörður ÍBV, átti einnig góðan leik og varði 16 skot. Blaðamaður hafði samband við Söndru Erlingsdóttur eftir leik og spurði hana út í leikinn.
Leikurinn var jafn allt að 43. mínútu en þá tekur við sjö mínútna kafla þar sem þið skorið sex mörk gegn einu marki frá þeim og gerið út um leikinn. Hvað gerist nákvæmlega þarna? �??Við spiluðum hrikalega góða vörn frá fyrstu mínútu og vorum hrikalega fastar fyrir. Sóknarlega í fyrrihálfleik vorum við að fara með slatta af dauðafærum og vorum að taka óþarfa margar óskynsamlegar ákvarðanir. Í seinnihálfleik fórum við að finna lausnir og urðum skynsamari en ætli það hafi ekki verið varnaleikur okkar og markvarslan sem gerði út um leikinn. Á þessum kafla gjörsamlega lokuðum við vörninni og refsuðum þeim strax annað hvort með hraðaupphlaupi eða í uppstilltum sóknarleik,�?? segir Sandra.
Nú eru fjórir leikir eftir og þrír af þeim gegn þremur efstu liðinum. Hvernig líst þér á þetta prógramm? �??Allir þessir fjórir leikir eru hrikalega mikilvægir og verðum við að hugsa um þá sem algjöra úrslitaleiki. Við eigum kannski ekki auðveldustu liðin eftir en það þýðir ekkert að hugsa um það við verðum bara að hugsa um okkur og okkar spilamennsku. Við vorum klárlega að spila okkar besta leik varnalega séð á móti Val og meðan við spilum svona vörn áfram þá hef ég ekki trú á að neitt lið geti unnið okkur,�?? segir Sandra.