Framundan í Safnahúsinu verður samvinnuverkefni með Grunnskólanum og frístundaverinu um mikilvægi fjölbreytileikans í samfélaginu. Af því tilefni verður sett upp farandsýningin ,,�?g fæ ekki af mér að flýja af hólmi�?? frá �?jóðminjasafninu sem segir frá réttindabaráttu hinsegin fólks hér á landi. Mánudaginn 13. mars kemur síðan fólk frá Samtökunum 78 sem mun fara í skólann og frístundaverið og vera með fræðslu fyrir nemendur. Einnig verður súpufundur og erindi sama dag í Sagnheimum og að því loknu verður farandsýningin síðan formlega opnuð í Einarsstofu. Blaðamaður hafið samband við Sólveigu Rós, fræðslufulltrúa Samtakanna 78, og ræddi nánar við hana um fræðsluna og stöðu hinsegin fólks á Íslandi.
�?ið verðið í Vestmannaeyjum núna á mánudaginn með fræðslu. Hvað getur þú sagt mér um hana?
Við verðum með fræðslu bæði í unglingadeild grunnskólans og svo verðum við í félagsmiðstöðinni eftir hádegi. �?ar að auki mun ég halda erindi í Safnahúsinu í hádeginu og þangað eru öll velkomin.
Jafningjafræðsla Samtakanna �??78 hefur verið til í áratugi. Í dag erum við með hóp af þjálfuðum sjálfboðaliðum sem að fara í grunnskóla, framhaldsskóla og félagsmiðstöðvar og tala um mismunandi kynhneigðir, kynvitundir og kyneinkenni, ásamt því að tala um mikilvægi þess að láta fordóma og staðalímyndir ekki hamla okkur.
Hafið þið farið víða með þessa fræðslu?
Við erum með samning við bæði Reykjavíkurborg og Hafnarfjarðarbæ og þar förum við í langflesta grunnskóla með þessa fræðslu. �?ar fyrir utan erum við pöntuð nánast hvert á land sem er – á síðastliðnu ári fórum við t.d. á Sauðárkrók, Ísafjörð, Suðureyri og �?ingeyri, Reykjanesbæ og Fljótsdalshérað. Einnig sé ég sem fræðslustýra um að fara með námskeið til kennara, heilbrigðisstarfsfólks og annarra hópa sem vilja fræðast um málefnin. Svo erum við með fræðslu sem er sérsniðin fyrir þjálfara og forsvarsfólk íþróttafélaga sem er meðal annars kennd í þjálfaranámi ÍSÍ og KSÍ.
Hafa nemendur verið áhugasamir?
Flestir nemendur eru mjög áhugasamir og í langflestum fræðslum myndast mjög skemmtilegar og líflegar umræður um fjölbreytileika kynhneigðar, kynvitundar og kyneinkenna, og um þær væntingar sem samfélagið ber til okkar allra á grundvelli kyns okkar.
Hvernig finnst þér staða hinsegin fólks á Íslandi vera í dag?
Í heildina er staða hinsegin fólks á Íslandi ágæt og betri en á mörgum öðrum stöðum. �?að er þó samt mismunandi eftir því hvaða hóp er verið um að ræða. Lagalegu jafnrétti samkynja para á við önnur hefur að miklu leyti verið náð en trans fólk glímir enn við sjúkdómsvæðingu og intersex fólk er hvergi til í löggjöf né eru réttindi þeirra til líkamlegrar friðhelgi virt. Í viðbót við það vantar á Íslandi heildstæða jafnréttislöggjöf. Við erum því í u.þ.b. 14. sæti samkvæmt Regnbogakorti ILGA-Europe sem mælir lagalega stöðu hinsegin fólks í Evrópu. Ef við skoðum félagslegu hliðina þá getur verið erfitt að koma út úr skápnum eða gera sér grein fyrir eigin hinseginleika og því miður glímir ungt hinsegin fólk við mun hærri tíðni af þunglyndi, kvíða og sjálfskaða heldur en aðrir jafnaldrar þeirra. �?að er því mikil barátta eftir en þetta horfir þó allt í rétta átt og við erum þakklát fyrir öll tækifæri til að auka á umræðuna, eins og með þessari heimsókn til Vestmannaeyja.