Fram held­ur áfram að vera eitt liða í efsta sæti Olís-deild­ar kvenna eft­ir fjög­urra marka sig­ur, 26:22, á ÍBV í Fram­hús­inu í dag. Fram-liðið var með yf­ir­hönd­ina í leikn­um frá upp­hafi til enda. Mun­ur­inn var fimm mörk í hálfleik, 14:9, og varð mest­ur sex mörk í síðari hálfleik og minnst­ur tvö mörk. Mbl.is greinir frá.
ÍBV er áfram í bar­áttu um þriðja til fjórða sæti í deild­inni.
Framliðið tók for­ystu strax í upp­hafi leiks­ins og hélt því til loka fyrri hálfleiks. Leik­ur­inn var hins veg­ar afar slak­ur af beggja hálfu með nærri 20 tækni­m­is­tök og þar af leiðandi lítt fyr­ir augað. Mun­ur­inn á liðunum í fyrri hálfleik var markvarsl­an. Guðrún �?sk Marías­dótt­ir fór á kost­um í marki Fram að baki ágætri vörn. Hún varði 12 skot, nokk­ur í opn­um fær­um. Fram-liðið gat öðrum frem­ur þakkað henni fimm marka for­skot að lokn­um fyrri hálfleik, 14:9.
Kraft­ur var í ÍBV í byrj­un síðari hálfleiks og liðið náði að minnka for­skot Fram niður í þrjú mörk, 16:13. Mögu­leiki gafst á að minnka mun­inn enn meira. �?að tókst ekki og Fram-liðið náði á skömm­um tíma sex marka for­skoti, 20:14, eft­ir að hafa náð pari af hraðaupp­hlaup­um á skömm­um tíma.
Á síðustu tíu mín­út­um leiks­ins gerði ÍBV-liðið harða hríð að Fram-liðinu en allt kom fyr­ir. Mun­ur­inn var minnst­ur tvö mörk, en nær komst ÍBV ekki. Guðrún stóð fyr­ir sínu í marki Fram auk þess sem mis­tök Fram-liðsins voru færri en gestaliðsins.
Ragn­heiður Júlí­us­dótt­ir var marka­hæst hjá Fram með níu mörk. Stein­unn Björns­dótt­ir var næst með sjö mörk. Guðrún �?sk Marías­dótt­ir átti stór­leik í mark­inu, varði 20 skot.
Greta Kavailu­skaite var marka­hæst hjá ÍBV með sjö mörk. Ester �?skars­dótt­ir og Ásta Björt Júlí­us­dótt­ir skoruðu fjög­ur mörk hvor.
Aðeins 11 leik­menn voru á skýrslu hjá ÍBV og breidd­in í liðinu var þar af leiðandi tak­mörkuð.