�??Loks eru úrslitin í Allir lesa 2017 ljós og við þökkum fyrir frábæra þátttöku og skemmtilegan landsleik. �?átttakendur lásu í samtals 43.567 klukkustundir, eða sem samsvarar um fimm árum. Liðakeppnin var æsispennandi að vanda og hafa fjölbreytt lið víðsvegar að af landinu raðað sér í efstu sætin. �?að sveitarfélag sem býr yfir kraftmestu lesendunum er Strandabyggð en Eyjamenn höfnuðu í 6. sæti með meðallestur upp á 31,1 klukkustund fyrir hvern þátttakenda. �?að er frábær árangur, þó frægðarsól Vestmannaeyja hafi sigið svolítið síðan eyjamenn sigruðu fyrsta landsleikinn þegar horft var til búsetu,�?? segir Bergrún Íris Sævarsdóttir sem stýrir verkefninu sem haldið var í þriðja sinn. Eyjamenn unnu í fyrsta skiptið en í fyrra var það �?orlákshöfn sem stóð uppi sem sigurvegari.
Fjöldi vinnustaða keppti í landsleiknum og víða var bæði keppt í Allir lesa og Lífshlaupinu með því að fara út að ganga eða hlaupa með hljóðbók. �??Starfsfólk á þessum vinnustöðum ætti því aldeilis að vera við góða andlega og líkamlega heilsu þessa dagana. Í flokki liða með þrjá til níu liðsmenn sigraði Stjórnsýsluhúsið í Búðardal. Starfsfólk Menntaskólans á Tröllaskaga bar sigur úr býtum í flokki liða með 10 til 29 liðsmenn og liðið STALST (Lyfjastofnun) sigraði í fjölmennasta flokknum, með 30 til 50 liðsmenn.
Í opnum flokki kepptu önnur lið, til dæmis leshringir, saumaklúbbar, fjölskyldulið, skólalið og vinir. Liðið Við sigraði í flokki liða með þrjá til níu liðsmenn og var einnig heildarsigurvegari landsleiksins. Lestrarhestar í Hagaskóla sigruðu í flokki liða með 10-29 liðsmenn ogyngsta stig Barnaskólans á Eyrarbakka og Stokkseyri sigraði í flokki liða með 30-50 liðsmenn,�?? segir Bergrún.
�?að er skemmtilegt að lesa!
Allir lesa er landsleikur í lestri, með áherslu á orðið leikur. Tilgangurinn er fyrst og fremst að vekja athygli á því hversu skemmtilegt það er að lesa, hvort sem er einn eða með öðrum. �??Allir lesa snýst þannig ekki um lestrarhraða eða fjölda blaðsíðna heldur er takmarkið fyrst og fremst að hvetja landsmenn til að verja tíma í yndislestur. �??Með því að skrá inn að minnsta kosti 15 mínútur af lestri dag hvern vonumst við til þess að bóklestur komist inn í daglega rútínu og lesturinn verði að lífsstíl. �?að er von okkar að með hvatningu og góðri lestrarbyrjun á árinu haldið þið, kæru lestrarhestar, áfram að njóta lestrar þrátt fyrir að landsleiknum sé lokið,�?? segir Bergrún og þakkar fyrir skemmtilegan, fræðandi, gefandi og góðan landsleik fyrir hönd aðstandenda, Allir lesa.