“�?að voru 25 manns sem komu og settust niður við að klippa og sníða í skó og út úr því fengum við 46 skópör. En það voru fleiri sem tóku þátt í Sole Hope verkefninu með því að koma og gefa gallabuxur og sumir komu og settu pening í baukinn,” segir �?óra Hrönn Sigurjónsdóttir um þátttökuna í Sole Hope verkefninu síðasta miðvikudag en þá var setið við skógerð í Eymundsson frá kl 15:00-22:00. Tilgangur Sole Hope er að bæta lífsgæði bágstaddra barna í �?ganda með því að búa til skó fyrir þau en flest börn þar eru berfætt og eru því auðveld skotmörk fyrir skordýr sem gjarnan verpa eggjum sínum í fætur þeirra með tilheyrandi skaða.
�?ess má geta að Landsbankinn styrkti verkefnið sem nemur 30 pörum af skóm.
Hér má sjá myndir