ÍBV og Stjarnan mættust í kvöld í Olís-deild karla þar sem heimamenn báru sigurorð af andstæðingi sínum, lokastaða 25:19. �?rjú rauð spjöld litu dagsins ljós en þau komu öll í hlut Stjörnumanna. Theodór Sigurbjörnsson var markahæstur í liði ÍBV með sjö mörk og var Róbert Aron Hostert sex talsins. Með sigrinum komust Eyjamenn upp að hlið FH í öðru sætinu, tveimur stigum frá toppliði Hauka.
Hér má sjá svipmyndir frá leiknum.