Bjarni prestur Karlsson er Eyjamönnum af góðu kunnur. Hann þjónaði ásamt konu sinni Jónu Hrönn Bolladóttur í Landakirkju frá 1991 til 1998. �?au hjónin settu sannarlega svip sinn á safnaðarstarfið í Landakirkju meðan þau störfuðu þar sem prestar. Eftir sjö ára þjónustu söðlaði fjölskyldan um og flutti til Reykjavíkur þar sem Jóna Hrönn hóf störf sem Miðborgarprestur en Bjarni tók við starfi sóknarprests í Laugarneskirkju.
Árið 2013 tóku þau hjónin sig til og seldu veraldlegar eigur sínar og fór í nám til Bandaríkjanna. Að loknu árs námi var Bjarni ekki búinn að fá nóg af breytingum. Hann baðst lausnar frá embætti sóknarprest í Laugarneskirkju, fór í doktorsnám við guðfræðideild Háskóla Íslands og opnaði ásamt syni sínum Andra Bjarnasyni sálgæslu- og sálfræðistofuna Haf.
Blaðamaður mælti sér mót við Bjarna á skrifstofunni í Ármúla 40. ,,Sæl vertu, hvernig eigum við að hafa þetta,�?? spyr Bjarni brosandi. Bjarni hefur klukkutíma lausan á milli viðtala og tíminn líður hratt því honum liggur margt á hjarta. Hann er óhræddur við að gagnrýna menn og málefni og liggur ekki á skoðunum sínum.
Hver er Bjarni Karlsson?
,,Já, ég held að ég sé ekki fær um að svara þeirri spurningu. �?g held raunar að enginn manneskja þekki sjálfa sig,�?? segir Bjarni og hugsar sig aðeins um ,,því lengi má manninn reyna. �?g held alltaf áfram að koma sjálfum mér á óvart og veit ekki enn hver ég er. Mitt mottó er hins vegar að vera frekar til bóta og hafa gaman af þessu.�??
�?að stendur ekki á svari þegar Bjarni er spurður að því hvað hafi mótað hann. ,,Mjög margt. Og eftir því sem líður á ævina sé ég betur það sem mótaði mig.�?? Foreldrar Bjarna koma úr ólíkum áttum. ,,Móðir mín er Helga Steinunn Hróbjartsdóttir, dóttir iðnhöldurs í Reykjavík upp alin í stórum systkinahópi en faðir minn Karl Sævar Benediktsson lifði sem drengur við sára fátækt og almenna vanrækslu í sömu borg.�?? Hjá þessum tveimur ólíku manneskjum ólst Bjarni upp ásamt þremur bræðrum en foreldar hans kynntust í starfi KFUM og K.
Kvennaskóli gerði Bjarna að femínista
Foreldar Bjarna eru bæði menntaðir sérkennarar og ráku Heimavistarskóla fyrir stúlkur í
Hlaðgerðarkoti. Skólinn var hluti af vistheimilamenningu sem ríkti á Íslandi uppúr miðri síðustu öld. ,,�?g sé eftir á hvað það mótaði mig að alast upp á heimavist þar sem að jafnaði voru 16 stúlkur í vistun. �?að gerði mig að femínista.�??
,,Foreldar mínir voru fagmenn í kennslu og byggðu upp góða menntastofnun. �?au lögðu mikið upp úr kristnum kærleika. Í Hlaðgerðarkoti var farið með borðbænir og kvöldbænir �?etta hafði rík áhrif á mig, þarna fékk ég einfaldlega kristindóminn beint í æð og skildi að allt sem er sannlega mannlegt kemur sönnum kristnidómi við.�??
Smyglaði tóbaki til Ítalíu
,,�?egar kristnin fær að fara að eðli sínu þá verður mannlífið milt og vaxtarskilyrði fyrir fólk verða góð. �?að var það sem pabbi minn fékk að reyna.�?? Faðir Bjarna lifði við mikið ólán sem barn. �?að varð honum til happs að fyrsta bréfið sem hann fékk inn um lúguna á heimili sínu þá níu ára gamall var boð um að koma í starf KFUM. ,,Bréfið breytti lífi hans og trúarsamfélagið varð hans lífsakkeri.�??
Föðuramma Bjarna var ein með tvo drengi sem hún átti í lausaleik eins og sagt var. ,,Faðir minn var eins árs þegar móðir hans flúði fátæktina á Íslandi. Bróðir pabba var skilinn eftir hjá langömmu minni en pabbi fór til vandalausra. Hann hafði ekkert af móður sinni að segja og vissi ekki af að hún væri til fyrr en hann komst að því 11 ára fyrir tilviljun að hann ætti móður í Danmörku. En hann átti eftir að kynnast henni síðar og hún varð stór hluti af okkar lífi.�??
,,�?etta er dramtísk saga,�?? segir Bjarni. �??Amma mín flýr sem sagt íslenska fátækt. Í Danmörku kynnist hún þýskum manni sem er á flótta undan nasistum. �?au flýja saman til Norður-Afríku þar sem fósturafi minn starfaði sem rafvirki við bandaríska útvarpsstöð en jók tekjur sínar með því að smygla tóbaki frá Afríku til Ítalíu á lítilli bátskænu. Í því sambandi lenti hann í fangelsi og allskonar klandri þar til þau héldu til Bandaríkjanna og lifðu þar heiðvirðu lífi. Lengst og best bjuggu þau í San Diego í Kaliforníu og ég átti eftir að vera þar sem drengur og upplifa í gegnum þau bandaríska drauminn.�??
Vanrækt barn sem síðar fékk tækifæri
�?að kemur ekki á óvart að Bjarna sé hugleikin staða flóttamanna og fátækra og kristilegt starf. ,,Pabbi lifði við rottugang og frosna hlandkoppa í kjallaraholum og bröggum í þessu eymdarástandi sem ríkti hjá mörgu fólki hér í Reykjavík um og eftir stríð. KFUM starfið opnaði honum tækifæri til að kynnast öðrum lífsmöguleikum og það endar með því að hann kemst til mennta og verður kennari og skólastjóri.�??
Bjarni verður hugsi en segir svo: ,,�?g átta mig á því að foreldrar mínir hafi í raun byggt upp menntastofnun saman þarna í Hlaðgerðarkoti ásamt fleira fólki og svona var þeirra starf áfram. �?að sem mamma og pabbi gerðu var að þau tvinnuðu saman alvöru fagmennsku og kristin lífsgildi. �?egar kristin trú er lifuð í verki fær fólk tækfæri til að byggja upp líf sitt. Fagmennska og meðvituð lífsgildi styðja hvað við annað.�??
Mannlífstorg og menningarmiðstöð
Bjarni og Jóna Hrönn kynntust og urðu par í guðfræðinámi við Háskóla Íslands. ,,Við vorum áhugasöm og einbeitt en komum úr ólíkum áttum, hún prestsdóttir að norðan og ég sonur minna foreldra að sunnan og svona KFUM drengur�??. Bjarni segir að það hafi verið þeim hjónum mikil áskorun að koma til Eyja og fá tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.
,,�?að var svo gott slagrými til þess að móta safnaðarstarfið. �?að má eiginlega orða það þannig að við áttuðum okkur á því að Landakirkja er mannlífstorg og menningarmiðstöð, kjörlendi til þess að leyfa kristni að hafa sín mildandi og umvefjandi áhrif á samfélagið, vera vettvangur þar sem fólk talar saman, heldur hvert öðru ábyrgu og skapar fallegt mannlíf.�??
Hvers vegna er þessi frjói farvegur fyrir trú í Eyjum?
Bjarni er snöggur að svara því. ,,�?að á sér sennilega félagssálrænar skýringar. Eyjan er byggð upp af fólki sem allt var meira og minna aðkomumenn mikið úr Landeyjunum eða undan fjöllunum. Allir komu til að bjarga sér. Karlar fóru á sjóinn, konurnar unnu í landi. Lífsháski var mikill og hörð lífsbarátta og sterkt nærsamfélag.�??
,,Í Vestmanneyjum vita allir allt um alla, það eru allir ofan í öllu, en það er bara um eitt að ræða að standa saman. Fólk vissi hvenær við fórum að sofa, hvenær við fórum á fætur og hvað var í innkaupakerrunni, þetta er svo mikil nálægð. �?ess vegna verður það sem okkur finnst vera einka líka mjög opinbert í Eyjum.�??
Hin nýja sjálfskipaða andlega yfirstétt
Bjarni hefur skoðun á því hvers vegna landsbyggðin hefur lítið breyst gagnvart kristilegu starfi. ,,�?að er félagslega innsæði að sjá gildi þess að geta sem samfélag lotið höfði fram fyrir æðri mætti og geta þegið sameiginlegan styrk í andlegri einingu þrátt fyrir allt og allt.�??
Bjarna er heitt í hamsi þegar innt er eftir skoðun hans á breyttri afstöðu til kristilegs starfs á höfuborgarsvæðinu
,,Hin nýja sjálfskipaða andlega yfirstétt höfuðborgarinnar er samansett af fólki sem á kannski ekki þessa reynslu vegna þess að það hefur bara verið lánsamt í eigin lífi og skortir innsæi til þess að sjá gildi þess fyrir almenning að eiga aðgang að samtali og samveru, hafa opinbert mannlífstorg þar sem maður getur gengið inn í skjól. Fólk sem lifir vel, tengt í góðu skjóli veit ekki hvað það er að lifa sem berskjölduð manneskja í kunningjaþjóðfélaginu.�??
Áfram heldur Bjarni með nokkrum þunga. ,,Við erum klíkuþjóðfélag og kunningjasamfélag og fólk sem hefur allt vegna tengsla sinna það rennir ekki grun í hvað það er að standan utan þessara tengsla. �?að sér ekki þessa félagslegu funksjón í hverju hverfi, sér ekki fjölskyldurnar sem hafa ekki ríkt tengslanet, sér heldur ekki börnin sem ekki una sér í samkeppnisafþreyingunni sem tengist íþróttum og allri árangursmenningunni. �?etta er það sem ég kalla skort á félagslegu innsæi, að sjá ekki gildi þess að hafa andlega félagsmiðstöð í hverfum borgarinnar þar sem fólki býðst almennilegt og flott tilboð um að taka þátt og vera aðili að félagsstarfi þar sem er raunverulegt mannlegt skjól og allir eru sæmdir af því að vera þeir sjálfir.�??
Hvorki meira né minna en manneskja
,,Í sóknarkirkjunni í hverfinu þar sem er gott safnaðarstarf, þar sameinast fólk þvert á stéttir hópa og samfélagsstöðu og hvað eina sem aðgreinir okkur. �?annig er kristið samfélag í eðli sínu. �?að að koma til kirkju þegar safnaðarstarf er heilbrigt og kröftugt er að greiða atkvæði með fótunum og lýsa því yfir að maður er hvorki meira né minna en manneskja í samfélaginu og að maður vill taka þátt í að móta menningu þar sem reiknað er með öllum og allir eru bræður og systur. �?ess vegna er kirkjustarf í eðli sínu félagspólitísk þátttaka og ekkert hlutleysi. Og einmitt mjög gildishlaðið.�??
Bjarni er hvergi nærri hættur. ,,�?að er nákvæmlega það sem hin nýja andlega yfirstétt skreytir sig með. �?etta að hafna öllu sem er gildishlaðið. Niðurstaðan er náttúrulega sú að stefnt er að þjóðfélagi þar sem allir eru fjálsir af því að vera einir. Frjáls til að vera ólík í einrúmi.�??
,,Kirkjustarfið á að vera þannig að það sé ekki menningarkimi og það þarf að vinna gegn slíkum tilhneigingum. Við höfum auðvitað vandamál í kirkjunni af því að kirkjan er ekkert öðruvísi en annað mannlegt samfélag. �?að er alltaf tilhneiging til að gera kirkjuna að einhverjum menningarkima, – sér tónlist, sér málfar. En þannig er ekki eðli kristindómsins, kristin kirkja verður alltaf að brjótast út úr sjálfri sér og bylta sjálfri sér ef hún vill vera sér samkvæm.�??
Varð að láta sér vaxa skegg
Bjarni var æviráðinn sóknarprestur í Landakirkju 28 ár gamall, um það segir hann. ,,�?g var svo barnalegur í framan þegar ég byrjaði. Eitt sinn stóð einhver karl í andyrinu, horfði yfir þar sem ég stóð innan um hóp af fermingarstrákum og sagði: ,,Strákar mínir hvar er presturinn?” �?á ákvað ég að láta mér vaxa skegg til að það færi alltént ekki á milli mála að ég væri kynþroska,�?? segir Bjarni í léttum tón.
,,�?að gekk mikið á í samfélaginu og margt erfitt sem gerðist á þessum árum sem við vorum í Eyjum. �?að var lærdómsríkt fyrir okkur Jónu Hrönn að sjá hvernig samfélagið í Vestmannaeyjum kunni að standa saman og veita huggun og von þegar áföll dundu yfir. Hvernig fólk kom saman í kirkjunni til þess að veita hvert öðru huggun og styrk og sýna samstöðu, þjappa sér saman á erfiðum stundum. �?að býr með mér alla tíð. Svo voru líka öll gleðilegu tilefnin og hátíðarstundirnar og hversdaglífið með mikilli þátttöku í sunnudagaskóla, fermingarfræðslu og öllu hinu.�??
,,�?arna laukst upp fyrir manni hvað það er bætandi fyrir bæjarlífið að hafa líf í kirkjunni sinni og kunna að nýta hana. Meðal annars með því að leyfa börnunum að heyra allar
stórkostlegu Biblíusögurnar. Biblíusögur eru hluti af langtímaminni mannkyns og hreint glapræði að glutra þeim niður. �?ær eru langreyndir túlkunarrammar á lífið sem auka skilning okkar á því hvað það er að vera manneskja.�??
Bjarni kveðst óendanlega þakklátur að hafa fengið að mótast sem prestur í Eyjum. �??�?arna var maður tekinn á teppið og húðskammaður og svo fékk maður líka að vita þegar vel gekk. �?g áttaði mig á því að fólk er ekki heimskt. Íslenskur almenningur er viti borinn og þú platar ekki fólk. Fólk veit hvað að því snýr.�??
,,Komið með betri sögu, �?á skal ég hætta”
Bjarni er með skilaboð til nýju andlegu yfirstéttarinnar. ,,Komið með betri sögur. Berið þið fram betri fyrirmynd en Jesús frá Nasaret og berið fram betri vettvang en gömlu kirkjuna. Mótið þið árangursríkari menningu eða árangursríkari aðferðir til þess að hugga fólk og styrkja. �?angað til það gerist ætla ég að halda áfram að segja Biblíusögur og tala um Jesú. Vegna þess að ég hef hingað til ekki séð neitt sem virkar betur, ekkert annað nafn sem vekur viðlíka von og kjark og Jesús Kristur.�??
,,Að rífa niður og hafa ekkert að bjóða annað enn niðurrifið og gildisleysið það finnst mér vera ábyrgðalaust og ámælisvert. Við lifum í menningu þar sem börn eru bombarderuð með grægði, yfirráða- og hernaðarhyggju. En þau mega ekki heyra söguna um góða hirðinn vegna þess að það er gildishlaðið! Fyrirgefið, gróðrahyggja, eru það ekki gildi? Yfirráða- og hernaðarhyggja, eru það ekki gildi?�??
Eins og að vera heima með hassmola
Bjarni heldur áfram að benda á breytt viðhorf: ,,Hættulegasta bókin, það er Nýja testamentið frá Gídeonmönnum. �?að er bara eins og að vera heima með hassmola. �?g segi stundum að þessi kynslóð sem er svikinn um að fá Gídeontestamentið sitt, hún á eftir að berja allt að utan og spyrja: Hvar er testamentið sem við fengum ekki?�??
Kirkjan sleppur ekki undan gagnrýni Bjarna. ,,Kirkjan þarf að taka gagnrýni, hún þarf að breytast í takt við líðandi stund. Hún þarf geta svarað sinni menningu og talað inn í hana. �?að er alveg satt og það er margt sem hefur farið mjög úrskeiðis hjá íslensku þjóðkirkjunni. En við munum ekki leysa vandamál líðandi stundar með því að leggja frá okkur öll gildi og kasta á glæ menningararfi okkar. Við þurfum hins vegar í sífellu að leita nýrra leiða til að lifa gamlan sannleika með nýjum hætti.�??
,,Einmitt þegar hrunið gekk yfir og á þeim tíma þegar ýmsir innviðir samfélagsins voru að riðlast vegna fjárskorts og annara áfalla þá var á sama tíma verið að ráðast á og eyðileggja barna- og æskulýðsstarf kirkjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Mér finnst þetta vera andlegur elítismi og hroki. �?að er þetta sem ég kalla skort á félagslegu innsæi. Réttilega var margt að athuga með yfirstjórn kirkjunnar en það hafði aldrei borið skugga á æskulýðsstarf kirkjunnar. �?essu má líkja við að vilja leggja niður Landhelgisgæsluna vegna óánægju með ríkisstjórnina.�??
Boraði sér inn í pólitík
�?egar Bjarni byrjaði að starfa sem prestur í Reykjavík tók hann eftir því að staða fátækra var önnur þar en í Eyjum. ,,Í Eyjum er samstaðan undirliggjandi. �?ar er einhvern vegin reiknað með fólki í samfélaginu. �?g varð svo oft vitni að því þegar einhver lenti í fátækragildru, eitthvað brást, fyrirvinna heimilisins féll frá, alvarlegir sjúkdómar eða önnur áföll, þá var fólk stutt úr ýmsum áttum. �?g veit ekki hversu oft ég fékk það hlutverk að fara með peninga eða matargjafir frá ónefndu fólki og fyrirtækjum til ónefnds fólks. Viðhorfið var; við horfum ekki upp á hvert annað svelta. �?annig gerum við ekki.�??
,,Fátæktin í Reykjavík hafði annað eðli, það varð ég var við sem sóknarprestur í Laugarneskirkju. �?g fór að átta mig á því að það þyrfti að horfa á málefni fátækra. Reyna að skilja hvernig stendur á því að fólk festist í fátækragildrum og að við unum því bara að hafa fólk lifandi í sárri fátækt á meðal okkar.�??
�?essi uppgötvun leiddi Bjarna í pólitík hafandi í raun engan áhuga á henni. ,,�?g boraði mér inn í pólitík. Komst inn í Velferðarráð borgarinnar í framhaldi af hruninu fyrir hönd Samfykingarinnar, verandi ekki meiri Samfylkingarmaður en hvað annað. �?g fer bara þarna inn til þess að vinna með þessi málefni. �?g var þarna á þeim tíma sem verið var að tryggja öryggisnetið til að grípa þá sem verst stóðu og láta allt ekki bara fara norður og niður. �?að var verið að tryggja hag þeirra sem verst stóðu og ég var að reyna að skilja þetta furðulega fyrirbæri sem er fátækt og sárafátækt í okkar ofsaríka þjóðfélagi.�??
Með mörg járn í eldinum
�?að er nóg að gera hjá Bjarna Karlssyni sem sinnir prestverkum og rekur sálgæslustofuna Haf ásamt syni sínum. Skrifar Doktorsritgerð um fátækt og flóttamenn og ræktar líkama og sál með Trúarþreki í Worldclass. Trúarþrek er andleg og líkamleg þjálfun sem hann og Sigurbjörg Ágústsdóttir ættuð úr Eyjum komu á fót í saman. �?egar Bjarni á stund milli á stríða nýtur hann þessa að eiga samveru með fjölskyldunni.