Kjartan Vídó �?lafsson, ásamt félögum sínum í The Brothers Brewery, hefur staðið í ströngu síðustu vikur og mánuði við að komu upp nýju brugghúsi og ölstofu í Vestmannaeyjum. �?vintýrið hófst með 30 lítra plastfötu sem í dag er orðið að 500 lítra kerfi sem á að geta framleitt um 70.000 lítra af bjór á ári. Kjartan er Eyjamaður vikunnar.
Nafn: Kjartan Vídó �?lafsson.
Fæðingardagur: 17. febrúar 1979.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Kvæntur Erlu Björgu Káradóttur markþjálfa og söngkonu og eigum við þær �?nnu Birnu 13 ára og Kristjönu Emmu 6 ára.
Draumabíllinn: Bíll sem ekki þarf að þrífa og bóna.
Uppáhaldsmatur: Pulsa með öllu nema remúlaði og mikið af tómatsósu og sinnepi.
Versti matur: Pulsa með remúlaði.
Uppáhalds vefsíða: �?g nota internetið voðalega lítið, kíki helst á veðrið á www.vedur.is.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Leonard Cohen er í uppáhaldi, góður jazz og svo klikkar ekki Svartur 2 frá Bigga Nielsen.
Aðaláhugamál: Eldamennska, drekka og brugga bjór og svo hef ég að undanförnu snúið mér að hannyrðum og þá helst að hekla glasamottur.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Jesú Krist, hef lengi viljað spjalla við hann hvernig það var að alast upp hjá húsasmið á hans tíma. Við höfum pottþétt gengið í gegnum svipaða hluti í æsku ég og Jesú þegar við vorum að smíða með feðrum okkar.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Brandur ber af í fegurð, þar gaf Guð ekki afslátt í sköpun sinni!
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Íþróttafélagið �?gir er mitt félag og vinur minn Guðni Davíð er mitt uppáhald.
Ertu hjátrúarfull/ur: Já mjög, ég t.d. syng alltaf franska þjóðsönginn áður en ég fer í Herjólf, Gulli skiptstjóri sagði að þetta hjálpaði og eftir þetta hef ég aldrei orðið sjóveikur.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Lyfti glösum af og til.
Uppáhaldssjónvarpsefni: �?að er kominn matur í sjónvarpi Símanns, verð einmitt í þeim þætti fimmtudaginn 23. mars næstkomandi að elda pulsur.
Nú er loksins komið að því að ölstofan opni. Er þetta draumur að rætast: Draumur okkar var aldrei að opna ölstofu en hlutirnir þróuðust í þessa átt þegar við fórum að skoða stækkun á okkar búnaði. Við byrjuðum í 30 lítra plastfötu og erum núna komnir með 500 lítra kerfi, það er draumi líkast hvernig sá vöxtur hefur þróast.
Hvernig hefur allt ferlið gengið: Við pöntuðum búnaðinn frá Kína í október á síðasta ári og eftir það fórum við að svipast um eftir hentugu húsnæði. Búnaðurinn fór svo í skip á gamlársdag og kom til okkar til Eyja fyrir tveimur vikum. Á meðan fundum við hentugt húsnæði og félagar mínir í Eyjum ásamt konum sínum og fjölskyldum hafa staðið sig gríðarlega vel við við endurbætur á því. Maður er stoltur að eiga svona flotta félaga og bakland þegar tekist er á við svona ævintýri!
Hver er þinn uppáhalds bjór: Eldfell af bjórunum okkar, minn gamli nágranni Stiegl frá Salzburg og svo besti bjór í heimi Westvleteren 12. Fékk kassa af þeim bjór á síðasta ári og þarf nauðsynlega að eignast annan kassa sem fyrst aftur.