Í síðustu viku komu nokkrir þingmenn Suðurkjördæmis í heimsókn til Vestmannaeyja þar sem þeir m.a. funduðu með bæjarfulltrúum um mikilvæg málefni sem snerta hagsmuni bæjarbúa. �?ingmennirnir sem um ræðir eru þeir Páll Magnússon Sjálfstæðisflokknum, Sigurður Ingi Jóhannsson Framsóknarflokknum, Ásmundur Friðriksson Sjálfstæðisflokknum, Vilhjálmur Árnason Sjálfstæðisflokknum, Ari Trausti Guðmundsson Vinstri grænum, Unnur Brá Konráðsdóttir Sjálfstæðisflokknum, Jóna Sólveig Elínardóttir Viðreisn og Oddný Harðardóttir Samfylkingunni. Blaðamaður sendi þingmönnunum öllum póst þar sem spurt var hvaða mál brenna helst á Vestmannaeyingum að mati þingmannanna eftir heimsóknina á dögunum. �?rír þeirra sáu sért fært um að svara að þessu sinni, þau Oddný G. Harðardóttir, Ásmundur Friðriksson og Ari Trausti Guðmundsson.
Oddný G. Harðardóttir:
Bæjarfulltrúarnir lögðu helst áherslu á að það væri mögulegt og öruggt að fæða börn í Vestmannaeyjum og á að samgöngur væru greiðar og ódýrar fyrir Eyjamenn. Skólamálin brenna einnig á Vestmannaeyingum, heilbrigðisþjónustan og sjúkraflutningar.
Ásmundur Friðriksson:
Mikilvægustu málin eru heilbrigðis- og samgöngumál eins og fyrr. Farið var yfir heilbrigðismálin af vandvikni og við ætlum áfram að leggjast öll á eitt að fá svör við þeim spurningum hvort efla eigi fæðingarþjónustu í Eyjum eins og krafan er um. Hugmyndin er að halda sameiginlegan fund bæjarfulltrúa, þingmanna, heilbrigðisráðherra og stjórnenda Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og fá bein og skýr svör um framhaldið.
Rætt var ýtarlega um samgöngumál. Ferðatíðni og fargjaldastefnu nýrrar ferju. �?g lagði fram upplýsingar um afkomu útgerðar Herjólfs sem hvorki útgerðin eða Vegagerðin hefur mótmælt og þar er sýnt fram á mikinn hagnað af siglingum Herjólfs. �?að er því mikilvægt að nýta hluta þess hagnaðar til að hafa eitt og sama fargjald í �?orlákshöfn og Landeyjarhöfn en svigrúm er til þess í rekstrinum og láta Landeyjarhafnarverðið vera grunninn á báðum leiðum.
�?á er mikilvægt að halda áfram rannsóknum í og við Landeyjarhöfn til að tryggja betri nýtingu hafnarinnar þegar ný ferja kemur 2018.
�?essi tvö mál sem að undan eru talin og síðan lögðu bæjarfulltrúar áherslu á framlög Vestmannaeyinga í sameiginlega sjóði landsmanna og góða stöðu Vestmannaeyjabæjar sem er afar ánægjulegt. �?á kynntu bæjarfulltrúar fyrir þingmönnum laka frammistöðu ríkisins í mörgum þjónustuliðum sem ríkið ber ábyrgð á gagnvart Vestmannaeyingum.
Ari Trausti Guðmundsson:
Augljóslega málefni spítalans, og einkum þá fæðingarþjónustunnar, en líka samgöngurnar, bæði til sjós og í lofti. �?ar kemur verð og ný ferja við sögu og enn fremur vandkvæði við Landeyjarhöfn.
Elliði Vigisson: Ekki freklegt að ætlast til þess að okkur sé tryggð viðunandi lágmarksþjónusta :
Hvernig fannst þér heimsóknin hafa gengið heilt yfir? �??Heimsóknin gekk vel. Við hófum umræðuna á því að ræða verkaskiptingu milli ríkisins og Vestmannaeyjabæjar auk þess sem við ræddum ítarlega þá staðreynd að af þeim 8,5 milljörðum sem Eyjamenn greiða í skatt þá eru eingöngu 3,5 þeirra notaðir hér í Vestmannaeyjum, og þá meira að segja þótt við teljum rekstur á Landeyjahöfn með. Séð í því ljósi sé það ekki freklegt að ætlast til þess að okkur sé tryggð viðunandi lágmarksþjónusta,�?? segir Elliði Vignisson bæjarstjóri.
�??Við lögðum höfuðáherslu á heilbrigðismál og samgöngur. Krafa okkar er að tafarlaust verði staðið við niðurstöðu faghóps ráðherra sem einróma komst að þeirri niðurstöðu að hér eigi að reka svo kallaða C1 fæðingaþjónustu með fullu aðgengi að skurðstofu. Hvað samgöngur varðar þá ræddum ítarlega mikilvægi þess að lækka kostnað heimila af samgöngum, tryggja framtíð flugvallar, bæta allt sem snýr að Landeyjahöfn og margt fleira. �?ingmennirnir sýndu máli okkar skilning og hétu stuðningi. �?að gladdi mig sérstaklega þegar Páll Magnússon fyrsti þingmaður okkar lýsti því að hópurinn myndi sameiginlega koma sér upp skotlista yfir þau verkefni sem að okkur snúa og vinna þarf hratt að. Ekki þarf að efast um að samgöngur og heilbrigðisþjónusta okkar Eyjamanna eru það efst á blaði,�?? segir Elliði.