Á fundi Fræðsluráðs í gær voru leikskólamál fyrsta mál á dagskrá og var þar m.a. rædd tillaga um stækkun Kirkjugerðis. Með stækkuninni er gert ráð fyrir að hægt verði að taka við á bilinu 20-25 börnum á blandaðri deild. Hugmyndin er að byggja við norðurhluta leikskólans og yrði deildin sambærileg þeim í suðurhlutanum. Kostnaður framkvæmdanna er enn ekki ljós en gæti verið á milli 40 til 50 milljónir. Fundargerðina má sjá í heild á vestmannaeyjar.is.