Fulltrúar Viðlagatryggingar Íslands hafa frá 10. nóvember í fyrra ferðast um land allt og haldið fundi með sveitarfélögum og lauk þeirri yfirferð þegar þau heimsóttu Vestmannaeyjar á mánudag. �?að er viðeigandi að yfirferðinni ljúki í Vestmannaeyjum þar sem svokölluðum Viðlagasjóði, forvera VTÍ, var komið á fót í framhaldi af eldgosinu í Vestmannaeyjum 1973. Í september 2015 var virði eigna sem VTÍ vátryggði ríflega 10.200 milljarðar króna, þar af voru fasteignir um 7.300 milljarðar (71%), innbú og lausafé um 2.200 milljarðar (22%) og veitur og önnur mannvirki um 750 milljarðar (7%).
Tilgangur heimsóknanna er að efla tengslin milli VTÍ og sveitarfélaganna í landinu en Viðlagatrygging Íslands vátryggir allar fasteignir á Íslandi gegn náttúruhamförum. Auk þess vátryggir stofnunin mannvirki, s.s. veitukerfi og hafnarmannvirki í eigu ríkis og sveitarfélaga.
Veitukerfin eru hluti af grunnþjónustu samfélagsins og því mikilvægt að sveitarfélögin séu tryggð og hafi bolmagn til að endurreisa þau ef til tjóns kemur. Til að VTÍ geti sinnt hlutverki sínu þurfa þessi mannvirki að vera vátryggð og rétt skráð og á fundunum hefur verið farið yfir réttindi sveitarfélaganna til að sækja bætur til Viðlagatryggingar, þannig að öruggt sé að tilkynnt sé um þau tjón sem falla undir bótaskylduna.
Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Viðlagatrygginga Íslands, sagði í samtali við blaðamann eftir fundinn að það væri mikilvægt fyrir öll sveitafélög á Íslandi að hafa náttúruhamfaratryggingarnar sínar í lagi og að það væri mikill misskilningur að einhver geti talið sig utan áhættu. �??Skilningur þeirra sem eru í forsvari fyrir Vestmannaeyjabæ er kannski meiri en þeirra sem ekki hafa reynslu af náttúruhamförum. Náttúruhamfaratryggingin sem Viðlagatrygging Íslands annast var náttúrulega lögleidd m.a. vegna reynslunnar sem varð í Vestmannaeyjagosinu 1973. �?á kom í ljós hversu mikilvægt væri að safna upp sjóðum til að standa straum af svona ófyrirsjáanlegum tjónsatburðum eins og urðu þá. En það er regin misskilningur að náttúruhamfarir geti bara átt sér stað þar sem þær hafa áður orðið. Margir telja að þeir séu �??öruggir�?? af því að þeir búi ekki á skilgreindu hættusvæði. Við höfum einmitt haldið á lofti þeim sjónarmiðum að eldgosið í Vestmannaeyjum hafi komið fólki í opna skjöldu þegar það varð, vegna þess að þeir sem eru á svæðum sem sloppið hafa vel frá náttúruhamförum hafa tilhneigingu til að upplifa sig �??utan áhættu�??.�??
Viðlagatrygging Íslands annast líka skylduvátryggingar gegn náttúruhamförum á fasteignum og brunatryggðu innbúi og lausafé. �??Almennu vátryggingafélögin annast innheimtu iðgjalda samhliða innheimtu á brunatryggingaiðgjöldum og skila til okkar. �?að er mikilvægt að koma á framfæri til fólksins í landinu að innbúin þeirra eru ekki vátryggð gegn náttúruhamförum nema þau séu brunatryggð hjá almennu vátryggingafélagi,�?? segir Hulda Ragnheiður.
Elliði Vignisson bæjarstjóri sagði í samtali við Eyjafréttir að á fundinum hafi Vestmannaeyjabæjar rætt við Viðlagatryggingar um aukið samstarf. �??Vestmannaeyjabær er í dag með um átta milljarða sérstaklega vátryggða hjá VTÍ auk þess sem allar fasteignir okkar og innbú njóta trygginga hjá þeim í gegnum skyldu- og innbústryggingar í gegnum almenn tryggingafélög. �?að er því afar mikilvægt að við séum sífellt á tánum með að vátryggingafjárhæðin endurspegli raunverðmæti eigna. �?annig er til að mynda bara hafnarmannvirkin okkar vátryggð hjá VTÍ fyrir rúmlega fimm milljarða. Við Eyjamenn þekkjum jú að hamfarir og náttúruvá getur á augabragði svipt samfélagið ótrúlegum eignum.�??