ÍBV og Haukar mætast í kvöld kl. 18:30 í Olís-deild karla. Um er að ræða tvö efstu lið deildarinnar en Haukarnir sitja á toppnum með tveimur stigum meira en ÍBV. Mikið er undir í baráttunni um deildarmeistaratitilinn og ljóst að liðið þarf á öllum þeim stuðning að halda sem völ er á til að ná hagstæðum úrslitum.