Föstudaginn 10. mars var hið árlega Guðlaugssund haldið í sundhöll Vestmannaeyja. Sundið er haldið til minningar um sundafrek Guðlaugs Friðþórssonar þegar Hellisey VE fórst árið 1984 og hóf það göngu sína strax árið 1985. Alls voru það fjórir sem fóru heilt sund en það er hvorki meira né minna en sex kílómetrar. Magnús Kristinsson var tvær klukkustundir og 55 mínútur með kílómetrana sex en hann var að synda Guðlaugssundið í 15. skipti. Helgi Einarsson, sem var að synda í tíunda skiptið, var á tímanum ein klukkustund og 40 mínútur. Sonja Andrésdóttir fór heilt sund í annað skiptið á tímanum 2 klst. og 55 mín. Sigmar �?röstur �?skarsson fór einnig heilt sund og það í fyrsta skiptið og var hann á tímanum tvær klukkustundir og 42 mínútur. Upphaflega ætlaði Sigmar einungis að taka þrjá kílómetra en keppnisskapið og dagsformið gerði honum kleift að klára alla sex.
Bjarni Jónasson og Páll Zóphaníasson syntu saman sex kílómetra líkt og í fyrra, Páll með fjóra og Bjarni tvo, og voru þeir á tímanum þremur klukkustundum og 25 mínútum. Frá sundfélaginu syntu Svanhildur Eiríksdóttir og Auðbjörg Helga �?skarsdóttir saman sex kílómetra á tímanum tvær klukkustundir og 20 mínútur, Svanhildur með fjóra kílómetra og Auðbjörg tvo. Súsanna Sif Sigfúsdóttir og Hinrik Ingi Ásgrímsson fóru einnig sex kílómetra saman, Súsanna með þrjá og hálfan kílómetra og Hinrik tvo og hálfan og voru þau á tímanum tvær klukkustundir og 49 mínútur.