Hinn árlegi Hressómeistari var haldinn í Íþróttamiðstöðinni laugardaginn 11. mars og hófust leikar stundvíslega kl. 10:00. Keppt var bæði í karla- og kvennaflokki í liðakeppnum og einstaklingskeppnum og svo einnig í parakeppni en þar skipti kynjahlutfall engu máli. �?átttökugjald var 1000 kr. og rann ágóðinn óskiptur til samtakanna Breið Bros (samtök sem styðja við fjölskyldur barna með skarð í vör). Í liðakeppninni voru Hressómeistararnir með besta tíma keppninnar en liðið skipuðu þeir Hörður Orri Grettisson, Davíð �?ór �?skarsson, Sæþór Gunnarsson, Sindri Georgsson og Elías Árni Jónsson. Hlutskarpasta kvennaliðið var Crossfitmeyjar en þar voru þær Erna Dögg Sigurjónsdóttir, Bjartey Gylfadóttir, Edda Sigfúsdóttir, Elísa Sigurðardóttir og Hildur Dögg Jónsdóttir. Í einstaklingskeppni kvenna stóð Erna Dögg uppi sem sigurvegari og unnusti hennar Hörður Orri í karlaflokki, en saman sigruðu þau síðan parakeppnina.
Í samtali við Eyjafréttir sagði Jóhanna Jóhannsdóttir, annar stofnanda Hressó og þjálfari, að keppnin, sem nú hefur verið haldin í yfir tíu skipti, hafi byrjað með léttri áskorun. �??Hressómeistarinn er keppni sem hófst í Hressó þegar Massarnir, sem þá voru að æfa á morgnanna, skoruðu á stelpugengi til þess að keppa við sig. Síðan þá er búið að halda tíu keppnir og hefur keppnin sífellt verið að þróast og stækka ár frá ári,�?? segir Jóhanna en síðustu þrjú ár hefur keppnin verið haldin í Íþróttamiðstöðinni.
�??Nú var metþátttaka hjá okkur en um 80 manns spreyttu sig á keppninni ef allir eru taldir með. Áhorfendur voru einnig fleiri en nokkru sinni fyrr og safnaðist um 170.000 kr. fyrir samtökin Breið Bros. Ástæðan fyrir valinu á góðgerðarsamtökunum er að við eigum litla sæta frænku sem hefur þurft að ganga í gegnum margt vegna skarðs í vör og hjá okkur er líka ung og efnileg crossfit stelpa sem hefur þurft að fara í margar aðgerðir. Málefnið stendur okkur því nærri,�?? segir Jóhanna og bætir við að stemningin hafi verið góð á mótinu. �??Stemningin á mótinu var gríðarlega góð og það var virkilega gaman að fylgjast með því. Mestur er hraðinn þó hjá liðunum og þá er hamagangurinn mestur,�?? segir Jóhanna að lokum.