Eyjamenn steinlágu fyrir KR um helgina í Lengjubikarnum, lokastaða 4:0 fyrir Vesturbæingum. Fyrsta markið kom á 63. mínútu og það síðasta tuttugu mínútum síðar en um svipað leyti fékk �?skar Elías Zoega �?skarsson að líta rauða spjaldið. Eftir fjóra leiki er ÍBV í þriðja sæti með tvo sigra, eitt jafntefli og eitt tap. Næsti leikur liðsins verður gegn Selfossi í dag kl. 16:15 á JÁVERK-vellinum á Selfossi.