Hressómeistarinn fór fram í 11. skiptið á dögunum og voru þar Erna Dögg Sigurjónsdóttir og maki hennar Hörður Orri Grettisson afar sigursæl en bæði stóðu þau uppi sem sigurvegarar í einstaklingskeppnum, liðakeppnum og parakeppni þar sem þau kepptu saman. Hörður Orri og Erna Dögg eru því bæði Eyjamenn vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Hörður Orri Grettisson. Fæðingardagur: 10.09.1983.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: Sambúð með Ernu Dögg og við eigum saman 3 börn, Emblu, Tönju og Gauta.
Draumabíllinn: Hvítur Range Rover.
Uppáhaldsmatur: Kjöt í karrý.
Versti matur: Súrmatur.
Uppáhalds vefsíða: Eyði of miklum tíma á facebook.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: Emmsjé Gauti og Aron Can til dæmis.
Aðaláhugamál: CrossFit, Karlakórinn og Liverpool.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Jurgen Klopp.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Börnin mín og ÍBV eru að sjálfsögðu númer eitt. Liverpool er mitt lið í enska boltanum og svo held ég mikið uppá Ragnheiði Söru í Crossfittinu, hún er frábær íþróttamaður.
Ertu hjátrúarfullur: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: �?g stunda Crossfit sem er mjög fjölbreytt hreyfing, frá ólympískum lyftingum yfir í fimleika.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Enski boltinn, missi helst ekki af leik með mínum mönnum.
Hvenær byrjaðir þú að æfa Crossfit: Fyrir um það bil 4 árum.
Hefur hreyfingin alltaf verið sameiginlegt áhugamál hjá ykkur: Crossfitið hefur verið sameiginlegt áhugamál.
Er stefnan að taka þátt í fleiri mótum: Já það er stefnan, það er gaman að skora á sjálfan sig og taka þátt í mótum.
Nafn: Erna Dögg Sigurjónsdóttir.
Fæðingardagur: 13. mars 1984.
Fæðingarstaður: Reykjavík.
Fjölskylda: Í sambúð með Herði Orra og eigum við saman 3 börn, Emblu Tönju og Gauta.
Draumabíllinn: Hvítur Range Rover.
Uppáhaldsmatur: Finnst lambalæri alltaf gott.
Versti matur: Er ekki mikið fyrir þorramat.
Uppáhalds vefsíða: �?ær er margar.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: �?g er alæta á tónlist, þannig að flest öll tónlist.
Aðaláhugamál: Fjölskyldan, líkamsrækt og vera með vinum.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Vestmannaeyjar.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: ÍBV og finnst mjög gaman að fylgjast með börnunum mínum.
Ertu hjátrúarfull: Nei, myndi ekki segja það.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Já, Crossfit og svo fer ég stundum út að hlaupa.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Finnst gaman að Chicago Med og Chicago Fire.
Hvenær byrjaðir þú að æfa Crossfit: Fyrir ca. 4 árum.
Hefur hreyfingin alltaf verið sameiginlegt áhugamál hjá ykkur: Eftir að við byrjuðum í Crossfit þá hefur þetta orðið að sameiginlegu áhugamáli.
Er stefnan að taka þátt í fleiri mótum: Já, er búin að skrá mig í Crossfitleikana sem fara fram í Digranesi í byrjun apríl.