Niðurgangur á fyrstu þremur árum ævinnar er mjög algengur kvilli. �?yngist barnið eðlilega og þrífst, eru lausar hægðir í sjálfu sér ekki áhyggjuefni. Stundum hafa börn þó langvarandi niðurgang vegna ónógrar fitu í fæðunni, slíkur niðurgangur læknast jafnskjótt og barnið fær næga fitu í matnum.
Skyndileg uppköst og niðurgangur hjá börnum orsakast oftast af veirusýkingu og ganga yfir á 3-13 dögum án lyfjameðferðar. Barn hefur niðurgang þegar það hefur vatnsþunnar hægðir oftar en þrisvar sinnum á dag. Við niðurgang og uppköst tapar líkaminn vökva og mikilvægum söltum sem getur orsakað þurrk. Eftir því sem vökvatapið er meira eykst slappleikinn. Mikilvægt er að grípa strax inn í til að koma í veg fyrir ofþornun. Einkenni þurrks geta t.d. verið: minnkuð þvaglát, munnþurrkur, lítil tár við grát, þreyta, slappleiki eða pirringur.
Vægur niðurgangur með eða án uppkasta.
Börn með vægan niðurgang og einstaka uppköst hafa yfirleitt matarlyst. Ef niðurgangurinn er mjög vægur og barnið drekkur og hefur matarlyst er yfirleitt ekki þörf fyrir sérstakar aðgerðir. Ávallt er mikilvægt að huga að því að barnið drekki vel.
Töluverður niðurgangur með eða án uppkasta.
Börn, sem hafa oft niðurgang og einstaka uppköst en eru með matarlyst og vilja drekka, þurfa að drekka ríkulega af vökva og borða eins og þau hafa lyst til. Vökvinn, sem þeim er boðinn ætti að vera við stofuhita og jafnvel sérstök sykursaltvatnslausn sem fæst í apótekum. Ef barnið þambar vökvann og ælir strax í kjölfarið þá skal gefa sopa og sopa í einu en oft þannig að nægri vökvainntöku sé náð. Samhliða sykursaltvatnsblöndu á alltaf að halda áfram með brjósta- og/eða þurrmjólkurgjöf.Gefið barninu að borða sitt venjulega fæði og það sem barnið hefur lyst á. Ef barnið virðist fá ónot af því að drekka mjólk þarf að draga úr mjólkurgjöfinni. Forðast skal gosdrykki og sæta safa nema þá hreina safa. Lyf til að stöðva niðurgang eru ekki ætluð börnum.
Alltaf skal hafa samband við heilsugæsluna, lækni eða hjúkrunarfræðing ef:
�?� ofangreindar aðferðir duga ekki til að koma nægjanlegum vökva
í barnið.
�?� barnið fær einkenni þurrks þrátt fyrir ofangreindar ráðleggingar.
�?� barnið fær háan hita.
�?� blóð er í hægðum.
�?� barnið er óeðlilega syfjað, slappt, eða ergilegt.
�?� foreldrar eru áhyggjufullir og vantar ráðgjöf.
Mikilvægt er að gæta fyllsta hreinlætis til að forðast smit. �?vo hendur eftir bleyjuskipti, salernisferðir og fyrir matargerð!
Ávallt er mikilvægt að huga að því að barnið drekki vel.
f.h. Heilbrigðisstofnunar
Suðurlands
Auðbjörg Brynja Bjarnadóttir
Ljósmóðir og hjúkrunarstjóri heilsugæslunnar á Klaustri