Freyja �?nundardóttir myndlistarmaður er Eyjamönnum að góðu kunn. Hún er fædd og uppalin í Eyjum og drakk í sig náttúru og kraft Eyjanna með móðurmjólkinni. Hún hefur haldið þó nokkrar sýningar á verkum sínum í Eyjum, aðallega í tengslum við goslokahátíðir. Freyja hefur lagt pensilinn á hilluna í bili og nýtir nú krafta sína í þágu sjávarútvegsins. Hún stýrir útgerð �?nundar sem gerir út �?orstein �?H 115 frá Raufarhöfn sem nú er gerður út frá Njarðvík, auk þess að vera formaður stjórnar ört stækkandi félags kvenna í sjávarútvegi, KIS.
Skemmtilegasta fólkið og fallegast
,,�?g er bara Vestmannaeyingur og er stolt af því. �?g er uppalin í Eyjum, flutti með foreldrum mínum í gosinu til Raufarhafnar. Á Raufarhöfn er gott fólk sem tók okkur vel. Mér leið alls ekki illa þar en það var meira líf og fjör og meira um að vera í Eyjum. �?g vildi aldrei fara þaðan, það voru þung spor að flytja alla leið norður í land�?? segir Freyja þegar hún er spurð að því hver hún sé.
,,�?g flutti um 15 ára aldur aftur til Eyja til ömmu og afa, Ella og Evu í Varmadal og bjó þar fram yfir tvítugt. �?ar bjó ég þegar ég eignaðist dóttur mína og amma passaði á meðan ég kláraði verslunarpróf í Framhaldsskólanum�??. ,,�?g var alltaf með þessa heimþrá í Eyjarnar. Hún fer ekkert þó maður eldist. Eyjar eru heim í mínum huga. �?ar er skemmtilegasta fólkið, þar er fallegast og mér líður vel þar. �?g finn að það er ákveðin virðing fyrir Vestmannaeyjum og Vestmannaeyingum og það myndu margir vilja vera tengdir Eyjum�??.
,,Fyrst eftir að ég flutti hér í bæinn og amma var á lífi þá hoppaði ég um helgar, fór mjög oft til Eyja þau árin. Eftir að amma seldi Varmadal þá breytist munstrið og eftir að hún dó fór ég sjaldnar til Eyja. En svo datt ég í golfið, datt í það í orðsins fyllstu merkingu og styrkti tenginguna við �?ldu vinkonu mína sem er golfari af Guðs náð og Hrönn og fleira fólk í Eyjum og fór að fara meira til Eyja�??.
Eyjarnar hafa alltaf togað í Freyju. ,,�?egar ég flutti frá Eyjum þá var þessi ókyrrð í mér. �?egar ég flutti sem fullorðin manneskja með mitt barn til �?órshafnar, þá fór ég til ömmu og afa í þrjár vikur, tvisvar til þrisvar á ári, bara til þess að lifa af. ,,En næringin, andlega næringin og líðanin, komandi til Eyja verandi þar, það er sérstök tilfinning. �?g er búin að fara út um allan heim og upplifi þessa tilfinningu hvergi annars staðar. �?að eru alveg sérstaklega góðar og jákvæðar tilfiningar hjá mér tengdar Vestmannaeyjum. �?g man ekki eftir neinum leiðindum þar, þau eru þá gleymd hafi þau einhvern tíma verið�??.
Eljusemi og dugnaður mótaði mig
Freyja telur að umhverfið og fólkið í kringum hana á árunum í Eyjum hafi mótað hana mest. ,,Í mínum huga eru mótunarárin þessi ár í Vestmannaeyjum, auðvitað tekur maður alltaf eitthvað inn hvar sem maður er en þetta er sterkast held ég. Vinnuumhverfið, þetta at og þessi eljusemi og dugnaður fólks. �?g held að það hafi verið stór þáttur í að móta mig. Mér fannst alltaf alveg hrikalega skemmtilegt að vinna. �?að voru náttúrulega allir að vinna�??.
,Stór áhrifavaldur í að móta mann eru náttúruöflin og það situr í okkur að eilífu sem upplifðum gosið. �?g var heppin því að í mínum huga var þetta líkt ævintýri. Ofboðslega flott og magnað á meðan fólk sem er nálægt mér tók því allt öðruvísi�??.
Í Eyjum vann Freyja í frystihúsi og gekk oft í störf sem höfðu tilheyrt strákunum. Hún var þerna á Herjólfi, ,,svo var ég á sjó og fannst það frábært, vann við hina frægu uppgræðslu í Eldfellinu. Með skólanum var ég að beita hjá Stjána á Emmunni. Með skóla var alltaf unnið líka, þetta var rosalega skemmtilegur tími, æskan og unglingsárin í Eyjum.�??
Skapandi vinna
Af hverju myndlist? ,, �?etta blundaði alltaf í mér, var það skemmtilegasta sem ég gerði öll mín skólaár. Skapandi vinna átti alltaf vel við mig og það er ágætis saga á bak við það. Amma í Varmó hélt þessu svolítið að mér. Hún bað mig þegar ég átti stelpuna að setjast nú niður og gera myndir af henni fyrir sig. Og það eiginlega kom mér af stað. �?etta var draumur en ég hélt að ég ætti ekki erindi, fannst þetta eitthvað svo flókið að ætla í myndlistarnám með lítið barn�??.
Freyja setti sjálfa sig í biðstöðu gagnvart myndlistinni eins og hún orðar það. En löngunin var til staðar. ,,�?g fór að leita að því sem mig langaði virkilega að gera og þá kom myndlistin aftur upp. �?g fór í myndlistarskóla á Akureyri, fannst þetta dásamlegur tími og skemmtilegt nám sem ýtti hressilega við mér. Vann svo á �?órshöfn við myndlist og myndlistarkennslu, þvældist í rauninni um og bjó til námskeið í skólum sem höfðu ekki faglærða myndlistarkennara. �?g fór svo í fjarnám í Uppeldis- og kennslufræðum við Háskólann á Akureyri, þá búsett á �?órshöfn.�??
Freyja rak gallerý með fleiri myndlistarkonum í Reykjavík, það var meðal annars ástæða þess að fjölskyldan flutti til Reykjavíkur. ,,�?g rak gallerí og vinnustofu, var með sýningar hérlendis og erlendis, nóg að gera og gekk bara vel. Sýndi nokkrum sinnum í Eyjum, mér fannst það tilheyra og stóru einkasýningarnar voru eiginlega í Eyjum. �?g fékk mikið út úr því og fann fyrir stuðningi og áhuga fólks á því sem ég var að gera. Fólk stendur með sínum þegar vel gengur og líka þegar eitthvað bjátar á. �?g held að við sem upplifðum gosið, stöndum saman fram í rauðan dauðann. �?að er rosalega sterk samstaða í Eyjum þó að menn takist á�??.
,,�?g er nú ennþá á floti�?�
Freyja var farin að skoða framhaldsnám og var mastersnám í myndlist ofarlega á blaði. ,,�?g þarf að ögra og takast á við það sem er nánast óhugsandi. �?g hef þúsund sinum upplifað það og hugsað: Jæja, nú ætlar þú að drekkja þér. Nú ertu komin út í dýpstu laugina af öllum djúpum en ég er nú ennþá á floti,�?? segir Freyja og hlær.
Freyja fór í meistaranám í verkefnastjórnun, MPM nám. ,,�?að höfðaði sterkt til mín því stór partur námsins var skapandi hugsun, gagnrýnin hugsun og mannlegi þátturinn sem heillaði mig. Hann er mjög stór í þessu námi auk þess hef ég allt mitt líf verið í alls konar skipulagninu. Í myndlistinni gerði ég allt sjálf og lífið það er verkefnaskipt. Myndlistin getur verið einmanaleg ,,auðvitað eru samskipti við fólk og samvinna á sýningum en vinnan sjálf, maður verður hálf einrænn. �?ess vegna valdi ég verkefnastjórn því í henni er fullt af fólki, samvinna og samskipti�??.
Að loknu mastersnámi fór Freyja í þriggja mánaða starfsnám hjá viðburðarfyriræki á Möltu. ,,�?g var meira og minna á kafi úti, fór að læra köfun, sjórinn hann togar alltaf í mig. Í málverkinu var það sjórinn og náttúran. �?etta er allt tengt maðurinn og náttúran og svo náttúran og sjórinn. �?etta er einhvern veginn í blóðinu eða mjög sterklega innprentað í mig�??.
Sá málverkin neðansjávar
Freyja er með köfunarréttindi á 30 metra dýpi. ,,�?g hef reyndar ekkert kafað á Íslandi en ég fór aftur út að kafa. �?að er mjög skemmtilegt, þarna var nýr heimur sem opnaðist, þetta var dásamlegt. �?að var skrýtin og sterk upplifun þegar ég byrjaði að kafa og fara á fallega neðansjávarstaði. �?á sá ég oft málverkin mín. �?au voru bara þarna og ég var búin að sjá þetta áður í málverkunum mínum. �?g elska að upplifa nýja heima og neðansjávar er nýr heimur og allt annar en ofansjávar.
�?egar heim var komið fór ég að hjálpa foreldrum mínum í útgerð �?nundar ehf. með einstaka verkefni. Fljótlega var alveg ljóst að það var ekki hægt að gera þetta í hjáverkum og nú rek ég útgerðina. �?að varð því ekki úr að ég færi í stórt fyrirtæki innan um fullt af fólki sem var tilgangurinn með verkefnastjórnuninni�??.
Áfram heldur Freyja: ,,Mér finnst þetta æðislegt, þetta er svo gott og gefandi. Mér finnst ég eiga heima í þessum geira. �?g hef grunnþekkingu og reynslu sem ég hef safnað frá barnæsku. �?g finn mig vel í sjávarútvegi og verkefnin eru skemmtileg. �?egar maður hefur bakgrunnskilning þá eru hlutirnir oft einfaldari. �?g er mjög ánægð með þann stað sem ég er á núna, það er ekki spurning�??.
Freyja leigir skrifborð í Sjávarklasanum, það gerði hún til þess ,,að vera innan um fólk, hafa tengingu og vinnuaðstöðu annars staðar en heima. �?g kynntist starfsemi Sjávarklasans í gegnum félag kvenna í sjávarútvegi. �?egar félag kvenna í sjávarútvegi var stofnað fyrir þremur árum þá mætti ég á kynningarfund. Fullkomin óvissa var um hversu margar konur myndu mæta en við vorum hundrað konur sem skráðum okkur í félagið á þessum fundi og það var langt umfram væntingar. ,Glæsilegt framtak, ég var kosin í fyrstu stjórnina og er nú orðin formaður stjórnar. �?etta er frábær félagsskapur.�??
Aldrei gaman hjá Jóakim aðalönd
Konur hafa hvorki verið sýnilegar né áberandi í þessum geira, þær hafa oftast verið bak við tjöldin. Félag kvenna í sjávarútvegi er félagskapur fyrir allar konur sem eru í sjávarútvegi eða tengja starfið sjávarútveginum og afleiddum greinum.�??
Freyja heldur áfram: ,,�?etta eru ekki bara sjóarakonur eða þær sem eru í grunnsjávarútvegi. �?etta eru konur í þjónustu við útgerðina til dæmis konur í bönkum. í Vestmannaeyjum eru konur sem eiga fullt erindi í félagið og hafa sérþekkingu á sjávarútvegi frá fjármálahliðinni. Endurskoðandi ársreikninga hjá útgerð hefur sérþekkingu, konur í sölumálum og allskonar framleiðslu. Konur í nýsköpun í sjávarútvegi sem nýta t.d. þörunga eða kollagen úr þorski og fyrirtæki sem þjónusta sjávarútveginn eins og t.d. Marel.�??
Freyju er umhugað um að fjölga konum í félaginu sem eru nú 200. ,,Ef kona hefur tilfinningu fyrir því sjálf að vinnan hennar snúist að einhverju leyti um sjávarútveginn þá á hún heima í félagi kvenna í sjávarútvegi. Við erum búnar að sjá mýmörg dæmi þess að félagið er að skila faglegri þekkingu og samböndum, fyrir utan það hvað er gaman að tilheyra svona hópi.�??
Sjávarútvegurinn stendur ekki einn og sér, það er enginn eyland og virðiskeðjan þarf öll að ganga upp, það gerist ekkert ef þú ert bara einn einhvers staðar. Fyrir utan hvað það er lítið gefandi. �?g held að það hafi aldrei verið gaman hjá Jóakim aðalönd.�??
Freyja segir stolt frá því mikla og góða starfi sem hún telur KIS hafa afrekað. ,,Fyrir ekki löngu síðan var sagt á opinberum fundi að félagið væri það flottasta í sjávarútveginum í dag. Félagið skiptir máli og breytingarnar koma smá saman. �?að mjög mikilvægt að fá konur inn í geirann. Við vitum það og rannsóknir sýna að fyrirtæki, stofnanir og samfélög sem rekin eru bæði af konum og körlum eru best reknu fyrirtækin og þar ríkir jafnvægi�??.
Karlarnir nenna ekki að leita að konum
Freyja heldur áfram með nokkurri áherslu: ,,�?að eru rannsóknir á bak við þetta. �?ekktar rannsóknir sem allir sem vilja vita eitthvað, vita. Metnaður okkar liggur í því að fá konur til að stíga fram. Fá þær til þess að þora, til þess að gera kröfur og njóta sannmælis. �?að er jafn mikilvæg vinna bak við útgerðina eins og að vera á sjónum, fyrir utan það að konur eru fullfærar að vera á sjó�??.
,,Eitt af því sem félagið hefur verið að gera undanfarið er að standa að rannsókn á stöðu kvenna í sjávarútvegi. Fyrstu niðurstöður verða kynntar fljótlega. �?að er margt sem kemur á óvart en það er líka margt sem sýnir að við höfum haft að ákveðnu marki rétt fyrir okkur. �?g held að flestir sjái það að þetta sé svolítið karllæg stétt. Nú höfum við greiningu á því, í hvaða störfum og hlutverkum konur eru og hvers vegna.�??
Konur í sjávarútvegi eiga rannsóknina en Gallup og Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri unnu skýrsluna. ,,�?etta er fyrsti áfanginn, framhaldið verður að kanna viðhorf kvennanna sjálfra. Rannsóknin er gerð þannig að nú höfum við grunn að byggja á, til þess að breyta stöðunni. Til þess að gera sjávarútveginn að freistandi vettvangi fyrir ungt fók og ungar konur,�?? segir Freyja.
,,Við erum að vinna markvisst að því að byggja konur upp. Við héldum fjölmiðlanámskeið til að styrkja þær í að koma fram og tjá sig. Við vitum jafn mikið og aðrir um sjávarútveginn. �?að er stundum sagt að það sé erfitt að fá konur í viðtal. Við blásum á það, höldum að þetta sé gömul mýta því karlarnir nenna ekki að leita að konum til að tala við. Konur hafa fullt til málanna að leggja þó þær hafi ekki alltaf sömu skoðanir og karlar. Okkar skoðanir eru jafn góðar, gildar og mikilvægar�??.
Hugsandi menn vilja fá konur
Freyja er hvergi nærri hætt. ,,Fjölbreytni skiptir máli, einsleitni er ekki góð. Við erum að fara í fyrirtæki í heimsóknir þar sem okkur er alls staðar vel tekið. Við fáum að komast inn í innsta hring til að sjá, kynnast og læra að þekkja það sem er í gangi. Karlarnir taka okkur mjög vel. �?g held að hugsandi menn sjái mikilvægi kynjajafnvægis og vilji fá konur inn í geirann�??.
Tvisvar í mánuði að meðaltali eru viðburðir í Reykjavík. Fræðsla eða heimsóknir í fyrirtæki og samhristingur. ,,Við erum með fræðslu þar sem við bjóðum ekki bara konum heldur líka körlum. Menn sækja fast að komast í félagið, sjá að þetta er skemmtilegur félagsskapur, það er bara þannig. �?eir sjá að við erum að gera hluti sem að þeir gera ekki, við beitum öðrum aðferðum. �?að er eftirsóknarvert, ekki bara í félagslegu samhengi heldur líka í atvinnulegu samhengi.
Rúsínan í pylsuendanum að sögn Freyju er árleg ferð út á land. Fyrst voru þetta dagsferðir en eru nú orðnar þriggja daga ferðir. ,,Við erum ekki borgarfélag þó svo að meirihluti félagsmanna búi þar, þetta er félag alls landsins,�?? segir Freyja og bætir við að ,,konunar okkar hvar sem þær búa eiga að hafa jafna möguleika á að sækja viðburði eins og við sem búum í borginni. Við reynum að að halda viðburði í Reykjavík um helgar.�??
,,Við höfum farið út á land bæði til þess að kynnast, kynna félagið og fá konur sem búa út á landi til að vera með okkur. Við eigum að þekkja hvernig atvinnulífið er annars staðar en rétt við naflann á okkur.�?? Fyrsta ferð kvenna í sjávarútvegi var til Vestmannaeyja. Andrea Atladóttir í Vinnslustöðinni og Ingibjörg Bryngeirsdóttir stýrimaður á Herjólfi sátu þá í fyrstu stjórn félagsins.
Ferðin var dagsferð til Eyja. ,,�?vintýraleg eins og alltaf þegar maður kemur til Eyja og forréttindi að vera Vestmanneyingur og sjá ókunnunga upplifa fegurðina og sérstakt mannlíf, það eru ekki bara við sem upplifum þessa sérstöðu. �?g hef aldrei upplifað annað en að fólk sé heillað yfir Eyjunum og samfélaginu. Konurnar fóru meðal annars í heimsókn til Gríms kokks. Stelpurnar hjá honum þær sem vilja ættu að vera í félaginu. Grímur kokkur er sannarlga að vinna úr sjávarafurðum.�??
Vinnið að jafnrétti �?? þá komist þið í félagið
,,Í framhaldi af ferðinni norður er á döfinni að stofna deild á Akureyri svo norðankonur geti verið með atburði fyrir sig. Við heimsóttum forsetann í haust og erum á leið í heimsókn til sjávarútvegsráðherra. Við erum líka að skoða samstarf við erlend félög kvenna í sjávarútvegi. �?að er margt spennandi framundan,�?? segir formaður félags kvenna í sjávarútvegi. Í fyrra voru fyrirtæki á Tröllaskaga og við Eyjafjörð heimsótt og í maí verður farið á austurlandið.
Langtíma markmið kvenna í sjávarútvegi er að félagsskapurinn sem slíkur verði óþarfur. ,,�?egar við erum farnar að upplifa fullkomið jafnrétti þá verður þetta félag fólks í sjávarútvegi. Vinnið þið bara að jafnrétti karlar og þá komist þið inn í félagið,�?? eru skilaboð formannsins til karla í sjávarútvegi.
Freyja var tilnefnd til Stjórnunarverðlauna hjá Stjórnvísi sem formaður KIS. ,,Er bara svolítið stolt af því, það er eitthvað gott að gerast í þessu félagi. Tilnefningin snýst ekki um mig, það er félagið í heild sem á þennan heiður�??.
Hjartað stækkar um helming
Hvað gerir útgerðarstjórinn og formaður kvenna í sjávarútvegi utan vinnutíma? ,,�?g pakkaði málverkinu niður fyrir nokkrum árum og það er þarna og bíður betri tíma. Menntunin og reynslan fara ekkert frá mér. �?g hef ekki áhyggjur af því, núna er bara tími fyrir annað. �?g syng í 120 kvenna kór, Léttsveit Reykjavíkur. Við komum til Eyja og þær gleyma því aldrei. Við vorum að labba í kórkjólunum frá Heimi og upp í Höll og fólk bara stoppaði, á ég að skutla ykkur? �?ær voru alveg heillaðar af þessu öllu saman.�??
Nú færist sérstakt bros yfir andlit Freyju. ,,�?g á náttúrulega yndin mín, ég á tvö barnabörn. �?að gjörbreytir lífi manns að verða amma. �?að er stærsta breytingin í lífinu alla vega eins langt aftur og ég man og það er yndislegt. Hjartað stækkar um helming og helst þannig og áhuginn fyrir samskiptum við litlu manneskjurnar eru mjög ofarlega á listanum. �??
Nýjasta DELLAN er golfið. �?g er í Golfkúbbi Reykjavíkur. �?etta er hreyfingin mín og útvist, ég er búin að taka allan pakkann. �?g var í vetrarfjallamennsku og alls konar ævintýrum en þetta er það sem stendur upp úr núna. �?g spila eins mikið og ég get og fer eins oft til Eyja að spila og hægt er. Hamingjan mín núna er að Vestmannaeyjar er vinavöllur Golfklúbbs Reykjavíkur þetta árið. �?að er æðislegt.�??
Konur í Eyjum takið þátt
Freyja er með skilaboð til kvenna í Eyjum. ,,Stelpur, allar konur í Eyjum sem tengjast á einn eða annan hátt sjávarútvegi, hafa starfað eða starfa í sjávarútvegi. Komið í félagið og verið með. �?að er hagur okkar allra. �?að er hagur samélagsins og barna okkar að opna þennan geira með heildarmyndina í huga. Skráið ykkur í félagið á heimsíðunni kis.is, opnið þennan möguleika og takið þátt í því sem þið getið. Félagsgjaldið er ekki hátt og ávinningurinn er mikill,�?? segir Eyjakonan Freyja �?nundardóttir í lokin.