�?g þakka kærlega áskorunina og ætla að bjóða uppá uppáhalds kjúklingaréttinn minn.
�?� 4-5 kjúklingabringur.
�?� 4 stk hvítlauksrif, söxuð smátt.
�?� 1/2 l matreiðslurjómi.
�?� 1 stk piparostur (þessir hringlaga).
�?� 1 krukka rautt pestó.
�?� 2 msk soyasósa.
�?� 5-10 dropar tabasco sósa.
Setjið um 1/2-1 msk af smjöri og léttsteikið hvítlaukinn.
Bætið þá matreiðslurjóma, piparosti, rauðu pestó, soyasósu og tabasco sósu saman við, bræðið ostinn og smakkið sósuna til.
Brúnið kjúklingabringurnar á annarri pönnu, á hvorri hlið og setjið síðan í eldfast mót.
Hellið sósunni yfir bringurnar og látið inn í 175°c heitan ofn í um hálftíma eða þar til kjúklingabringurnar eru fulleldaðar.
�?g skora á Birgi Davíð �?skarsson, hann er alltaf á grillinu og ætti að vera með sniðuga kjötrétti.