Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 264. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 23. mars 2017 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður og Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs.
Páll Marvin Jónsson og Stefán �?skar Jónasson sátu fundinn undir fyrsta lið fundargerðar.
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 201503032 – Endurskoðun Aðalskipulags Vestmannaeyja.
Tillaga á vinnslustigi.
Skipulagsfulltrúi kynnti drög að tillögu Aðalskipulags Vesmannaeyja 2015-2035.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga á vinnslustigi verði auglýst og kynnt í samræmi við ákvæði 2. málsgreinar 30. greinar Skipulagslaga nr. 123/2010.
2. 201603056 – Deiliskipulag á athafnasvæði A-2.
Tekin fyrir að nýju deiliskipulagstillaga á athafnasvæði A-2. Deiliskipulagið nær yfir lóðir á athafnasvæði vestan við Hlíðarveg og Strandveg og næsta nágrenni upp af lóðunum í átt að Hánni og nálægu opnu svæði við Sprönguna. Tillagan gerir m.a. ráð fyrir 1000 m2 byggingarreit fyrir varmadælustöð við Hlíðarveg. Tillagan var auglýst frá 1. feb. til 15. mars 2017. Engar athugasemdir bárust ráðinu.
Ráðið samþykkir tillögu deiliskipulags sbr. ákvæði Skipulagslaga nr.123/2010.
Vísað til afgreiðslu bæjarstjórnar.
3. 201702027 – Endurskoðun miðbæjarskipulags.
Lögð fram drög að breytingum á deiliskipulagi Miðbæjar. Skipulagsdrög eru unnin er af skipulagshönnuðum Alta ehf. og er lögð fram til kynningar á vinnslustigi.
Lagt fram.
4. 201703025 – Dalhraun 1. Umsókn um byggingarleyfi
�?lafur �?ór Snorrason fh. Vestmannaeyjabæjar sækir um byggingarleyfi fyrir stækkun á Kirkjugerði sbr. innsend gögn.
Ráðið samþykkir með tilvísan til 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 að framlögð gögn verði grenndarkynnt. Að grenndarkynningu lokinni mun erindið verða tekið til afgreiðslu.
5. 201703023 – Vestmannabraut 61. Umsókn um lóð
Valur Andersen fh. Geirfuglaskers ehf. sækir um lóð nr. 61 við Vestmannabraut.
Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað deiliskipulags. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2017.
6. 201703024 – Vestmannabraut 63B. Umsókn um lóð
Valur Andersen fh. Geirfuglaskers ehf. sækir um lóð nr. 63B við Vestmannabraut.
Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað deiliskipulags. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2017.
7. 201703019 – Helgafellsbraut 5. Umsókn um lóð
Sigurjón Ingvarsson fh. Geldungs ehf. sækir um lóð nr. 5 við Helgafellsbraut.
Ráðið samþykkir að úthluta lóð sbr. lóðarblað umhverfis og framkvæmdasviðs. Umsækjandi skal skila fullnægjandi teikningum fyrir 1. okt. 2017.
8. 201703014 – Flatir 7. Umsókn um stöðuleyfi
�?ór Engilbertsson f.h. 2�? ehf. sækir um tímabundið leyfi fyrir nýju sementsílói á iðnaðarlóð við Flatir 7 sbr. innsend gögn.
Ráðið samþykkir tímabundið leyfi til 1 okt. 2017. Ráðið leggur áherslu á að umhverfi og ásýnd lóðar sé með viðunandi hætti og bendir umsækjanda á fyrri afgreiðslu ráðins vegna frágangs við lóðarmörk frá mars 2016.
9. 201703012 – Höfðavegur 20. Umsókn um byggingarleyfi
Húseigandi sækir um leyfi fyrir breytingum á útliti suðurhliðar og leyfi fyrir sólpalli sbr. innsend gögn.
Erindi samþykkt
10. 201703010 – Hlíðarvegur 4. Framkvæmdaleyfi
Ívar Atlason f.h. HS-Veitna ehf. sækir um leyfi fyrir jarðvegsmön á lóð fyrirtækisins sbr. innsend gögn.
Erindi samþykkt. Frágang við jarðvegsmön skal vinna í samráði við umhverfis og framkvæmdasvið.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 18:05