Eyjastúlkan Birta Birgis mun fara með aðalhlutverkið í söngleiknum LEG sem verður frumsýnt í Gaflaraleikhúsinu í kvöld kl. 20:00. Um er að ræða alíslenskan grínsöngleik eftir Hugleik Dagsson í uppsetningu Thalíu, leikfélags Menntaskólans við Sund. Eyjafréttir höfðu samband við Birtu í dag og var hún að vonum spennt fyrir kvöldinu.
�?að er frumsýning í kvöld, hvernig er tilfinningin, ertu spennt eða stressuð? “�?g er ekkert smá spennt, þetta eru bara sex sýningar og miðarnir rjúka út eins og heitar lummur. Ef þú ert á leiðinni til Reykjavíkur á næstunni og vilt ekki missa af þessari veislu mæli ég eindregið með að panta miða á midi.is sem allra fyrst. �?etta verður ekkert smá skemmtilegt. �?g er líka svo heppin með leikhópinn sem ég er í, þessir krakkar eru allir svo miklir persónuleikar og allir eru svo nánir, ég hef svo sannarlega kynnst fólki þarna sem verða góðir vinir mínir til frambúðar, ekki spurning,” sagði Birta.
Nánar verður rætt við Birtu í tölublaði Eyjafrétta í næstu viku.