�?riðja og síðasta mótaröð í mótaröðum Karatesambands Íslands fór fram um nýliðna helgi en mótaröðin er stigamót. �?ess má geta að fyrstu mótin í mótaröðinni voru einmitt haldin hér í Eyjum í byrjun október á síðasta ári. Á föstudagskvöldið fór fram 3. Bikarmót KAÍ í Fylkisselinu Norðlingaholti en þar keppa 16 ára og eldri í einum flokki fullorðinna. Karatefélag Vestmannaeyja átti þrjá keppendur á mótinu. Willum Pétur Andersen og Zara Pesenti kepptu í kumite og Arnar Júlíusson keppti í kata.
�??Willum og Zara áttu því miður ekki mikið erindi í fullorðinsflokkinn í kumite en létu þó andstæðinga sína hafa töluvert fyrir sigri,�?? sagði �?var Austfjörð, þjálfari Karatefélags Vestmannaeyja í samtali við Eyjafréttir. �??Í kata átti Arnar hinsvegar góðan dag og keppti til úrslita en tapaði fyrir Aron Hyun, nýbökuðum Íslandsmeistara. Arnar hlaut því silfur á mótinu.
Á laugardag fór 3. Bushidomótið fram í Varmárskóla í Mosfellsbæ en þar er keppt í unglingaflokkum þar sem KFV átti fjóra keppendur og þar var annað uppi á teningnum hjá okkar fólki.
�??Zara keppti í flokki 16-17 ára stúlkna. Flokkurinn var fámennur en Zara barðist um bronsverðlaun þar sem hún tapaði á dómaraúrskurði eftir að bardaganum hafði lokið með jöfnu stigaskori. Zara er efnileg en hún hafði æft Tae Kwon Do áður en hún kom til KFV og verður að segjast að það háði henni, sérstaklega varnarlega séð þótt einnig sé augljós ávinningur af því sérstaklega þegar kemur að spörkum. Zara gæti átt ágæta framtíð í kumite en hún mun halda heim til Sviss í sumar að loknu skiptinámi hér í vetur,�?? segir �?var.
�??Willum Pétur lauk keppnistímabilinu á góðum nótum en hann hóf að keppa síðasta haust í fyrsta skipti í kumite. Hann keppir í flokki 16-17 ára og er því alltaf að keppa við drengi sem æft hafa og keppt mun lengur en hann sjálfur. Markmið vetrarins voru skýr. Í fyrsta lagi átti að hafa gaman af þáttökunni og þá var það sett sem markmið að ná allavega að skora stig af og til í viðureignum því sigur á móti mun reynslumeiri keppendum þótti óraunhæfur framan af. �?ó setti hann sér ásamt þjálfara það lokamarkmið að ná að vinna allavega einn bardaga á lokamóti vetrarins og það gekk eftir. Willum átti fínan bardaga í fyrstu viðureign og sigraði 2-0 í bardaga sem einkenndist af hörku og sókndirfsku. Næstu viðureign tapaði hann en fékk svo uppreisnarviðureign til að berjast um bronsið en tapaði henni á endanum. Í þeirri viðureign var töluverð harka og þurfti að stöðva bardagann stuttan tíma til að stöðva blóðnasir þar sem Willum hafði tekið full hraustlega á andstæðingnum. Engu að síður gott mót og góður vetur hjá Willum sem verður vafalítið enn betri á næsta tímabili,�?? segir �?var.
Arnar keppti í elsta unglingaflokki í síðasta sinn þar sem hann gengur uppúr þeim flokki vegna aldurs á næsta tímabili. �??Arnar átti góðan dag og komst aftur í úrslit en varð aftur að lúta í lægra haldi fyrir Aron Hyun. Arnar hefur átt gott tímabil og unnið til fjölda verðlauna og ljóst að framtíðin er björt. Hann er eins og staðan er í dag þriðji besti kata keppandi landsins á eftir Aron Hyun og Elíasi Snorrasyni en þeir tveir eru í sérflokki. Verkefnið framundan hjá Arnari er að bæta sig nóg til að geta veitt þeim meiri keppni. �?ess má einnig geta að Arnar hafnaði í 2. sæti í samanlagðri stigakeppni í kata í sínum aldursflokki í Bushido röðinni. Á eftir einmitt títtnefndum Aron Hyun,�?? segir �?var.
Í yngsta unglingaflokki keppti Mikael Magnússon og er óhætt að segja að hann hafi komið á óvart því hann vann til bronsverðlauna eftir frábæra frammistöðu. �??Flokkur Mikaels er fjölmennur og mjög margir góðir keppendur þar innanborðs. Hér er mikið efni á ferð og verður spennandi að fylgjast með þeim félögum Mikael og Arnari í framtíðinni. �?að er alveg ljóst að framtíðin er björt hjá hinu örsmáa félagi KFV og með sama áframhaldi mun afrekalistinn stækka hratt,�?? segir �?var að lokum.