ÍBV og Akureyri mætast í Vestmannaeyjum í kvöld í næst síðustu umferð Olís-deildarinnar. Með sigri í kvöld kæmist liðið í ansi vænlega stöðu gagnvart deildarmeistaratitlinum en hin toppliðin tvö, Haukar og FH, mætast einnig í kvöld og fer sá leikur fram kl. 19:30.