Ein alvinsælasta og besta ballhljómsveit landsins undanfarin ár, hljómsveitin Buff, verður með dúndurdansleik í Höllinni laugardagskvöldið 01. apríl. Ekki nóg með að við fáum þessa frábæru hljómsveit, heldur kemur ein albesta söngkona landsins með strákunum til Eyja. Stefanía Svavarsdóttir hefur vakið mikla athygli undanfarin ár og tekið þátt í fjölmörgun stórum verkefnum. Hú sló eftirminnilega í gegn á síðustu Eyjatóneikum í Hörpu í janúar og einnig með SkonRokkshópnum nú í mars.
�?að verður frábært að heyra í Buffinu og Stefaníu á sannkölluðum stórdansleik, þar sem við getum öll fagnað vorkomunni og ekki síst frábærri loðnuvertíð.
Húsið opnar kl. 23.59 og miðaverð er 2.500,-