Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja – 265. fundur haldinn í fundarherbergi Umhverfis- og framkvæmdasviðs, 28. mars 2017 og hófst hann kl. 16:05
Fundinn sátu:
Margrét Rós Ingólfsdóttir formaður, Kristinn Bjarki Valgeirsson aðalmaður, Ingólfur Jóhannesson aðalmaður, Esther Bergsdóttir aðalmaður, Georg Eiður Arnarson aðalmaður, Sigurður Smári Benónýsson starfsmaður sviðs og �?lafur �?ór Snorrason framkvstj.sviðs.
Fundargerð ritaði: Sigurður Smári Benónýsson, skipulags-og byggingarfulltrúi
Dagskrá:
1. 201702114 – Áshamar 32. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir að nýju erindi lóðarhafa. �?lafur Tage Bjarnason hönnuður sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn. Erindið var sent til grenndarkynningar sbr. ákvæði skipulagslaga, engar athugasemdir bárust ráðinu.
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
2. 201509061 – Kleifar 2.
Niðurstöður liggja fyrir í samkeppni Vinnslustöðvarinnar í samvinnu við Vestmannaeyjabæ um útlit á suðurgafli nýrrar frystigeymslu VSV við Kleifar 2.
1. Hafið kallar eftir Daníel Imsland.
2. Spegilgafl eftir Bjarka Zophoníasson.
3. Dægurlagatextar eftir Davíð Árnason og �?lduform 2 eftir Gunnar Júlíusson.
Umhverfis -og skipulagsráð vill þakka þeim sem tóku þátt í samkeppninni, sem og Vinnslustöðinni fyrir að velja þessa leið til þess að minnka neikvæð sjónræn áhrif hússins. Að því sögðu þá felur ráðið starfsmönnum sviðsins að kalla eftir upplýsingum frá VSV um það með hvaða hætti framhald málsins verði og minnir á að byggingarleyfið var veitt með fyrirvara um að gengið yrði að skilmálum Vestmannaeyjabæjar um umhverfissjónarmið svo sem ásýnd suðurveggjar.
3. 201703041 – Kleifar 6. Umsókn um byggingarleyfi
Jón Bryngeir Skarphéðinsson f.h. Hampiðjunar sækir um leyfi fyrir girðingum við lóðarmörk sbr. innsend gögn.
Ráðið samþykkir girðingar og bendir á að girðing til norðurs skal fylgja byggingarreit lóðar.
4. 201703040 – Vestmannabraut 63B. Umsókn um byggingarleyfi
Tekið fyrir erindi lóðarhafa. Valur Andersen sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi sbr. innsend gögn.
Ráðið samþykkir byggingaráform lóðarhafa og felur byggingarfulltrúa framgang erindis.
5. 201703020 – Faxastígur 36. Umsókn um stöðuleyfi
Friðrik Egilsson f.h. húseigenda sækir um stöðuleyfi fyrir gámi við matshluta 0102 sbr. innsend gögn.
Erindi samþykkt.
6. 201610058 – Ofanbyggjaraland. Samningar.
Samningsform túnasamninga lagt fyrir ráðið.
Ráðið leggur til við bæjarstjórn að samningsform verði samþykkt.
7. 201703042 – Umhverfismál 2017
Umhverfisátak 2017, umræður.
Sl. ár hefur Umhverfis- og skipulagsráð skipulagt hreinsunardag sem alla jafna hefur verið haldinn í byrjun maí. �?átttaka hefur verið dræm, en nokkur félagasamtök hafa þó séð um svæði sem þeim er úthlutað og er þeim hér með þakkað fyrir ómetanlegt framlag sitt.
Umhverfis -og skipulagsráði þykir mikilvægt að auka umhverfisvitund hér í Vestmannaeyjum. Í ár mun ráðið því ekki skipuleggja einn sérstakan hreinsunardag, heldur leggur til að við öll, einstaklingar, fyrirtæki og félagasamtök, förum í sameiginlegt átak um að gera Vestmannaeyjar að snyrtilegasta bæjarfélagi landsins með því að hreinsa til á lóðum okkar og í okkar nærumhverfi, í gönguferðum eða hvar sem þarf að láta hendur standa fram úr ermum. Félagasamtök sem vilja taka sín hefðbundnu svæði er að sjálfsögðu heimilt að halda því áfram.
Átakið hefst þegar í stað og stendur til 7.maí nk. Hægt verður að nálgast poka á opnunartíma Umhverfis -og framkvæmdasviðs að Skildingavegi 5 og starfsmenn bæjarins munu hirða upp alla poka og annað sem fellur til eftir ruslatínsluna.
Hreinsun á garðúrgangi og rusli:
Austurbær: 27.-30.apríl
Vesturbær: 1.maí-3.maí
Miðbæjarsvæði: 4-7.maí
Ráðið felur starfsmönnum tæknideildar að kynna átakið, en einnig verður hægt að fylgjast með framvindunni á facebook, undir viðburðinum �??Einn poki af rusli�??.
8. 201703090 – Bréf til ráðsins.
Tekið inn með afbrigðum bréf frá íbúa að Vestmannabraut 63A. dags. 27.3.2017.
Bréfritari óskar eftir upplýsingum um byggingarmagn og lóðarmörk lóðar nr. 63B og spyr hvort lóðir nr. 61 og 63B hafi verið auglýstar á einhverjum samfélagsmiðli. Að auki óskar bréfritari eftir kynningu á teikningum lóðarhafa.
Umhverfis -og skipulagsráð þakkar bréfið. Ráðið bendir bréfritara á að öllum lóðum við Vestmannabraut er úthlutað skv. gildandi deiliskipulagi eins og fram kemur í bókun síðasta fundar ráðsins.
�?að er álit Umhverfis -og skipulagsráðs að það deiliskipulag sem liggur fyrir, frá árinu 2015, sýni með afgerandi hætti hvernig byggja skuli á umræddum lóðum. Athugasemdir við skipulagið komu þegar það var lagt fram til kynningar, og var tekið tillit til þeirra athugasemda og sjónarmiða sem komu fram frá nágrönnum áður en til samþykktar kom. Hægt er að kynna sér deiliskipulagið á vef Vestmannaeyjabæjar en þar liggur deiliskipulagið fyrir.
Umhverfis -og skipulagsráð felur skipulags-og byggingarfulltrúa að ræða við bréfritara.
Fleira ekki gert. Fundi slitið kl. 17:00