Hornamaðurinn öflugi í liði ÍBV, Theodór Sigurbjörnsson, skrifaði í gærkvöldi undir nýjan tveggja ára samning við ÍBV. Theodór hefur allan sinn feril spilað með ÍBV en hann varð Íslandsmeistari með liðinu 2014 og bikarmeistari 2015. Frammistaða Theodórs á tímabilinu hefur verið framúrskarandi en í þeim 25 leikjum sem hann hefur spilað hefur hann gert 222 mörk, en það gerir 8,9 mörk að meðaltali í leik.