Í kvöld fer fram síðasta umferð Olís-deildar karla þetta tímabilið og hefjast allir leikirnir á sama tíma kl. 19:30. Eyjamenn mæta Val á útivelli og þurfa á sigri að halda til þess að eiga möguleika á titlinum. Hins vega þurfa þeir að treysta á að FH misstígi sig gegn Selfyssingum en einu stigi munar á ÍBV og FH í fyrstu tveimur sætunum. Jafntefli hjá FH og sigur hjá ÍBV myndi ekki nægja vegna innbyrðisviðureigna liðanna, en þær eru Eyjamönnum óhagstæðar.