Trillusjómennirnir Haukur Guðjónsson og Kjartan Már Ívarsson, eigendur Ugga VE og �?yts VE, hafa um árabil átt beitiskúr við Strandveg 65. �?annig er mál með vexti að þeir félagar hafa takmarkaðan aðgang að húsnæði sínu vegna véla- og númerslausra bíla sem beðið hafa viðgerða hjá Bílaverkstæði Muggs svo mánuðum skiptir, ýmist á götunni eða uppi á gangstétt. Samanlagt borga þeir um 300.000 kr. á ári í fasteignagjöld fyrir þetta atvinnuhúsnæði sitt.
Að sögn Hauks geta lögregla og bæjaryfirvöld ekkert aðhafst í málinu því það sé undir starfsmanni Heilbrigðiseftirlits Suðurlands að setja merkimiða á bílinn sem gerir bæjaryfirvöldum kleift að fjarlægja hann. �??�?að eina sem okkur dettur í hug er að þessi aðili sé að fá einhverja þóknun frá verkstæðinu, manni dettur það bara í hug fyrst það er hægt að vera svona lengi með númerslausan bíl í alfaraleið,�?? segir Haukur, eigandi Uggs til 60 ára. �??Í fyrra skiptið var bíll í 14 mánuði með hléum en núna er bíll búinn að vera þarna í sjö mánuði.�??
Í svari Áslaugar Rutar Áslaugsdóttur, heilbrigðisfulltrúa Heilbrigðiseftirlits Suðurlands, segir að Heilbrigðiseftirlitið hafi verið beðið um að líma á númerslausar bifreiðar á þessu svæði og þann 9. febrúar sl. hafi verið límt á einn bíl í Skvísusundi en hinir númerslausu bílarnir hafi tilheyrt bifreiðaverkstæði Muggs og ætlaði eigandi verkstæðisins að fjarlægja umræddan jeppa í vikunni á eftir. �?ar sem það hefur ekki gengið eftir mun embættið líma á alla númerslausa bíla á þessu svæði nú í dag (gær) með tíu daga fresti til að fjarlægja bílana.
Vert er að minna á að síðustu ár hefur Vestmannaeyjabær staðið í átaki sem miðar að því að fjarlægja númerslausa bíla af götum bæjarins og vakna því eðlilega upp spurningar hjá fólki þegar sumir bílar fá að standa óhreyfðir en aðrir ekki.