Bertha �?orsteinsdóttir, nemandi í 7. bekk Grunnskóla Vestmannaeyja, tók þátt í Stóru upplestrarkeppninni sem haldin var hátíðleg í Eldheimum þann 30. mars sl. Bertha stóð sig virkilega vel og hafnaði í 3. sæti yfir allt Suðurlandið. Bertha er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni.
Nafn: Bertha �?orsteinsdóttir.
Fæðingardagur: 18.4.2004.
Fæðingarstaður: Vestmannaeyjar.
Fjölskylda: �?orsteinn, Lilja og �?óra Sif og Sigrún, systur mínar.
Draumabíllinn: Enginn.
Uppáhaldsmatur: Pizza.
Versti matur: Slátur.
Uppáhalds vefsíða: Youtube.
Hvaða tónlist kemur þér í gott skap: FM 957 tónlist.
Aðaláhugamál: Lesa, mála, teikna.
Hvaða mann/konu myndir þú vilja hitta úr mannkynssögunni: Melanie Martinez.
Fallegasti staður sem þú hefur komið á: Krít.
Uppáhalds íþróttamaður og íþróttafélag: Enginn og ÍBV.
Ertu hjátrúarfull/ur: Nei.
Stundar þú einhverja hreyfingu: Fótbolta og er í Skátunum.
Uppáhaldssjónvarpsefni: Steven Universe, My little pony, The amazing world of gumball og Lóa.
Verður þú ekkert stressuð að lesa fyrir framan fólk: Nei, það er ekkert mál.
Fannst þér lærdómsríkt að taka þátt í þessari keppni: Já, mjög því ég lærði að æfa mig í því að koma fram fyrir annað fólk.
Hvað gerir mann að góðum upplesara: Tala skýrt og hátt, hafa trú á því sem er verið að flytja og vera sannfærandi.